Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2017 19:15 Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30