„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 23:30 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að Alþingi sýni kjark fyrir börn í neyð. Vísir/Stefán Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til á morgun til þess að taka afstöðu til frumvarps flokksins um íslenskan ríkisborgararétt handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Áður hafði hann óskað eftir svörum fyrir lok vinnudags í dag. „Þetta lítur ágætlega út, slatti af þingmönnum sem hyggjast vera með á þessu. Af tillitssemi við þennan frest vil ég ekki vera að nefna hverjir það eru,“ segir Logi í samtali við Vísi. „Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég held að það geti vel skapast meirihluti fyrir því að samþykkja svona frumvarp. Verkefnið verður þá að ná því á dagsskrá og ná sáttum um að afgreiða það fljótt og örugglega.“Gefast ekki upp Í dag óskaði Ríkislögreglustjóraembættið eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki úr landi verði frestað. Útlendingastofnun hefur ekki tekið afstöðu til beiðninnar. „Það er auðvitað bara ánægjulegt ef að það verður. Það samrýmist ekki neinni meðalhófsreglu að vísa manneskjunum í burtu á meðan það liggur fyrir að Alþingi landsins er hugsanlega að fara að fjalla um að veita þeim ríkisborgararétt. Það væri afar slæmt.“ Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye úr landi á fimmtudag klukkan 11:30 fyrir hádegi. Sjálfur þekkir Logi ekki Abrahim, Haniye, Joy, Mary og Sunday en hann telur málið brýnt. Mótmælt var um helgina á Austurvelli og boðað hefur verið til mótmæla á ný fyrir utan dómsmálaráðuneytið á morgun. Í fréttatilkynningu um mótmælin frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, kemur fram að samkennd, samstaða og friður verði áfram haft að leiðarljósi. Segir þar meðal annars: „Öll börn eiga betra skilið og fyrir stelpurnar tökum við stöðuna á morgun, þriðjudaginn 12. september fyrir utan dómsmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík. Þar munum við vera alla vikuna, og lengur ef þörf er á, á meðan enn er reynt að senda stúlkurnar úr landi og aftur á flótta. Við gefumst ekki upp og hættum ekki fyrr en framtíð þeirra er tryggð með vernd hér á landi.“Þær Mary og Haniye hafa báðar verið á flótta allt sitt líf.Alþingi þurfi að sýna kjark Logi segir málið víðtækara en að það snúist bara um þessar ákveðnu manneskjur, Abrahim, Haniye, Joy, Mary og Sunday. „Þó að frumvarpið sem slíkt taki til námkvæmlega þessara einstaklinga sem nú eru í þessari stöðu, kemur vel fram í greinagerð að markmiðið með því er að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri frá Alþingi til stjórnvalda að það beri að horfa til þeirra laga og þeirra ákvarðana sem Alþingi hefur sett. Það er Alþingi sem tekur ákvarðanir og það er stjórnvalda að framfylgja þeim, það er ekki öfugt.“ Hann segir að þetta frumvarp sé algjört neyðarúrræði. „Það liggur fyrir, miðað við þær ákvarðanir sem hafa verið teknar, að þeim verði vísað úr landi. Þá er þetta neyðarúrræði að bregðast svona við vegna þess að samkvæmt mínum skilningi er hreinlega verið að brjóta á vilja löggjafar eða að sniðganga hann.“ Eins og áður sagði gaf Logi þingmönnum frest þangað til þess í fyrramálið til þess að gefa sitt svar. „Ég tel afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð.“Sannfærður um að þetta sé rétt Logi segir að hann geri sér ekki grein fyrir því hversu langan tíma þetta gæti tekið ef frumvarpið verður lagt fyrir. „Svona mál á ekki að þurfa að taka langan tíma. Það er fordæmi frá 2005, þegar Robert Fisher fékk ríkisborgararétt, að þá tók það innan við sólahring. Þannig að ef menn leggjast á ár að þá á það ekki að þurfa að taka langan tíma.“ Aðspurður hvort hugsanlega væri hægt að klára þetta mál, ef niðurstaðan yrði jákvæð í fyrramálið, svaraði Logi: „Ég ætla ekki að fullyrða neitt. Hjartað í mér er sannfært um að þetta mun rúlla í gegn og allir vilji þetta en heilinn er kannski raunhæfari og raunsærri og óttast að þetta geti orðið tæpt. Ég væri ekki að þessu nema ef ég væri sannfærður um að þetta er bæði rétt og þetta er hægt, það er vilji fyrir þessu.“ Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til á morgun til þess að taka afstöðu til frumvarps flokksins um íslenskan ríkisborgararétt handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Áður hafði hann óskað eftir svörum fyrir lok vinnudags í dag. „Þetta lítur ágætlega út, slatti af þingmönnum sem hyggjast vera með á þessu. Af tillitssemi við þennan frest vil ég ekki vera að nefna hverjir það eru,“ segir Logi í samtali við Vísi. „Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég held að það geti vel skapast meirihluti fyrir því að samþykkja svona frumvarp. Verkefnið verður þá að ná því á dagsskrá og ná sáttum um að afgreiða það fljótt og örugglega.“Gefast ekki upp Í dag óskaði Ríkislögreglustjóraembættið eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki úr landi verði frestað. Útlendingastofnun hefur ekki tekið afstöðu til beiðninnar. „Það er auðvitað bara ánægjulegt ef að það verður. Það samrýmist ekki neinni meðalhófsreglu að vísa manneskjunum í burtu á meðan það liggur fyrir að Alþingi landsins er hugsanlega að fara að fjalla um að veita þeim ríkisborgararétt. Það væri afar slæmt.“ Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye úr landi á fimmtudag klukkan 11:30 fyrir hádegi. Sjálfur þekkir Logi ekki Abrahim, Haniye, Joy, Mary og Sunday en hann telur málið brýnt. Mótmælt var um helgina á Austurvelli og boðað hefur verið til mótmæla á ný fyrir utan dómsmálaráðuneytið á morgun. Í fréttatilkynningu um mótmælin frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, kemur fram að samkennd, samstaða og friður verði áfram haft að leiðarljósi. Segir þar meðal annars: „Öll börn eiga betra skilið og fyrir stelpurnar tökum við stöðuna á morgun, þriðjudaginn 12. september fyrir utan dómsmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík. Þar munum við vera alla vikuna, og lengur ef þörf er á, á meðan enn er reynt að senda stúlkurnar úr landi og aftur á flótta. Við gefumst ekki upp og hættum ekki fyrr en framtíð þeirra er tryggð með vernd hér á landi.“Þær Mary og Haniye hafa báðar verið á flótta allt sitt líf.Alþingi þurfi að sýna kjark Logi segir málið víðtækara en að það snúist bara um þessar ákveðnu manneskjur, Abrahim, Haniye, Joy, Mary og Sunday. „Þó að frumvarpið sem slíkt taki til námkvæmlega þessara einstaklinga sem nú eru í þessari stöðu, kemur vel fram í greinagerð að markmiðið með því er að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri frá Alþingi til stjórnvalda að það beri að horfa til þeirra laga og þeirra ákvarðana sem Alþingi hefur sett. Það er Alþingi sem tekur ákvarðanir og það er stjórnvalda að framfylgja þeim, það er ekki öfugt.“ Hann segir að þetta frumvarp sé algjört neyðarúrræði. „Það liggur fyrir, miðað við þær ákvarðanir sem hafa verið teknar, að þeim verði vísað úr landi. Þá er þetta neyðarúrræði að bregðast svona við vegna þess að samkvæmt mínum skilningi er hreinlega verið að brjóta á vilja löggjafar eða að sniðganga hann.“ Eins og áður sagði gaf Logi þingmönnum frest þangað til þess í fyrramálið til þess að gefa sitt svar. „Ég tel afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð.“Sannfærður um að þetta sé rétt Logi segir að hann geri sér ekki grein fyrir því hversu langan tíma þetta gæti tekið ef frumvarpið verður lagt fyrir. „Svona mál á ekki að þurfa að taka langan tíma. Það er fordæmi frá 2005, þegar Robert Fisher fékk ríkisborgararétt, að þá tók það innan við sólahring. Þannig að ef menn leggjast á ár að þá á það ekki að þurfa að taka langan tíma.“ Aðspurður hvort hugsanlega væri hægt að klára þetta mál, ef niðurstaðan yrði jákvæð í fyrramálið, svaraði Logi: „Ég ætla ekki að fullyrða neitt. Hjartað í mér er sannfært um að þetta mun rúlla í gegn og allir vilji þetta en heilinn er kannski raunhæfari og raunsærri og óttast að þetta geti orðið tæpt. Ég væri ekki að þessu nema ef ég væri sannfærður um að þetta er bæði rétt og þetta er hægt, það er vilji fyrir þessu.“
Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29