Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu, faðmar Hönnu Láru Helgadóttur, réttargæslumann sinn og Sigurlaugar Hreinsdóttur, eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira