Vill auka tengiflug um Keflavík Sveinn Arnarsson skrifar 30. september 2017 06:00 Ferðamenn örkuðu um götur Reykjavíkur í fullum herklæðum. Tengingu við aðra landshluta skortir tilfinnanlega. Vísir/andri marinó „Ferðaþjónusta verður aldrei burðarás atvinnustarfsemi á jaðarsvæðum en hún er góð viðbót engu að síður og bætir mannlífið á stöðunum,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor í ferðamálafræðum við Háskólann á Akureyri. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að hægt verði að fljúga innanlands frá Keflavík. Edward ræddi þar um stöðu ferðaþjónustu á svæðum fjarri Keflavíkurflugvelli á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri um byggðir landsins á tímum breytinga. Í núverandi árferði þar sem hegðunarmynstur ferðamanna breytist muni svæði fjærst Keflavíkurflugvelli fara hvað verst út úr þeim breytingum.Edward H. Huijbens„Ferðamönnum mun líklega ekki fækka hér á landi en hegðun þeirra breytist og ferðatíminn styttist. Þannig munu svæði sem fjærst eru suðvesturhorninu því finna mikið fyrir þessu breytta mynstri,“ segir Edward. Árstíðasveiflur gistinátta eru mismunandi eftir landsvæðum. Til að mynda hefur ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu færst í að vera heilsársiðnaður á meðan árstíðarsveiflurnar fjarri höfuðborginni eru mun meiri. Þannig er nýting innviða og fjárfestinga lítill yfir stóran hluta ársins. Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir miklu máli skipta að flytja ferðamenn örugglega á Norður- og Austurland.Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.„Ég hef sagt lengi að ef á Norðurlandi eigi að þrífast alvöru ferðaþjónusta allt árið þarf samgöngur til. Það er ástæða þess að við erum að vinna með beint millilandaflug inn á þessi svæði,“ segir Arnheiður. „Það er mikilvægt að flogið sé reglulega frá Keflavík á Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaði því það hefur borið góðan árangur.“ Að mati Arnheiðar er gríðarmikilvægt að dreifa ferðamönnum betur um landið og gengi krónunnar nú sé til trafala ef markmið er að flytja ferðamenn frá Keflavík út á land. „Án þess að hafa skýr gögn fyrir framan mig hefur tilfinningin verið sú að raddir hafi verið háværastar í Þýskalandi um hátt verð til Íslands. Sá kúnnahópur, Þjóðverjar, hefur verið mjög stór markaður fyrir Norðurland. Því gætum við á Norður- og Austurlandi fundið hratt fyrir áhrifunum af erfiðu gengi og styttri ferðalögum gesta okkar,“ segir Arnheiður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Ferðaþjónusta verður aldrei burðarás atvinnustarfsemi á jaðarsvæðum en hún er góð viðbót engu að síður og bætir mannlífið á stöðunum,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor í ferðamálafræðum við Háskólann á Akureyri. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að hægt verði að fljúga innanlands frá Keflavík. Edward ræddi þar um stöðu ferðaþjónustu á svæðum fjarri Keflavíkurflugvelli á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri um byggðir landsins á tímum breytinga. Í núverandi árferði þar sem hegðunarmynstur ferðamanna breytist muni svæði fjærst Keflavíkurflugvelli fara hvað verst út úr þeim breytingum.Edward H. Huijbens„Ferðamönnum mun líklega ekki fækka hér á landi en hegðun þeirra breytist og ferðatíminn styttist. Þannig munu svæði sem fjærst eru suðvesturhorninu því finna mikið fyrir þessu breytta mynstri,“ segir Edward. Árstíðasveiflur gistinátta eru mismunandi eftir landsvæðum. Til að mynda hefur ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu færst í að vera heilsársiðnaður á meðan árstíðarsveiflurnar fjarri höfuðborginni eru mun meiri. Þannig er nýting innviða og fjárfestinga lítill yfir stóran hluta ársins. Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir miklu máli skipta að flytja ferðamenn örugglega á Norður- og Austurland.Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.„Ég hef sagt lengi að ef á Norðurlandi eigi að þrífast alvöru ferðaþjónusta allt árið þarf samgöngur til. Það er ástæða þess að við erum að vinna með beint millilandaflug inn á þessi svæði,“ segir Arnheiður. „Það er mikilvægt að flogið sé reglulega frá Keflavík á Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaði því það hefur borið góðan árangur.“ Að mati Arnheiðar er gríðarmikilvægt að dreifa ferðamönnum betur um landið og gengi krónunnar nú sé til trafala ef markmið er að flytja ferðamenn frá Keflavík út á land. „Án þess að hafa skýr gögn fyrir framan mig hefur tilfinningin verið sú að raddir hafi verið háværastar í Þýskalandi um hátt verð til Íslands. Sá kúnnahópur, Þjóðverjar, hefur verið mjög stór markaður fyrir Norðurland. Því gætum við á Norður- og Austurlandi fundið hratt fyrir áhrifunum af erfiðu gengi og styttri ferðalögum gesta okkar,“ segir Arnheiður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira