Spænski boltinn hélt áfram að rúlla um helgina og fyrsti leikur dagsins var viðureign Barcelona og Celta Vigo.
Fyrir leikinn voru Barcelona í 1.sæti deildarinnar með 35 stig á meðan Celta Vigo voru í 10. sæti með 17 stig.
Það voru gestirnir frá Celta Vigo sem byrjuðu leikinn óvænt betur og var það Iago Aspas, fyrrum leikmaður Liverpool, sem kom þeim yfir á 20. mínútu.
Það tók hinsvegar Barcelona ekki langan tíma að jafna metin en það gerði Lionel Messi aðeins tveimur mínútum seinna og var staðan 1-1 í hálfleik.
Heimaliðið byrjaði seinni hálfleikinn betur og sóttu stíft og það skilaði sér á 62.mínútu þegar Luis Suarez skoraði og kom sínum mönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum.
Celta Vigo voru hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefast upp jöfnuðu þeir metin á 70. mínútu og var þar á ferðinni Maxi Gomez eftir frábæran undirbúning Iago Aspas.
Þetta voru lokatölur og eftir leikinn er Barcelona komið með 36 stig á meðan Celta Vigo eru með 18.
Iago Aspas maður leiksins í jafntefli gegn Barcelona
