Sameiningarviðræðum slitið vegna áhugaleysis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2017 22:30 Sameiningarviðræðum á milli átta sveitarfélaga á Suðurlandi hefur verið slitið vegna áhugaleysis um sameiningu. Ástæðan er fyrst og fremst góður rekstur sveitarfélaganna. Boðað var til opins fundar í Tryggvaskála á Selfossi þar sem niðurstaða nefndar um sameiningu allra sveitarfélaganna átta í Árnessýslu var kynnt, auk þess sem fulltrúar ráðgjafasviðs KPMG lögðu fram skýrslu um kosti og galla sameiningu sveitarfélaganna. Rynnu sveitarfélögin átta undir sömu sæng yrði til um 16 þúsund manna sveitarfélag. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að stoppa hér, ekkert verður af sameiningu sveitarfélaganna að svo stöddu. „Menn voru kannski að koma svolítið: Heyrðu við höfum það kannski reyndar bara ágætt og okkur liggur ekkert á að sameinast. Það er svona kannski ein af skýringunum fyrir því að það dró að einhverju l eyti úr áhuganum á sameiningu,“ sagði Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á fundinum í Tryggvaskála. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er svekktur með að ekki hafi náðst niðurstaða um sameiningu sveitarfélaganna í þessari atrenu. „Ég held að við eigum náttúrulega að horfa til sameiningar sveitarfélaga, það er engin önnur lausn í þessu miðað við þennan gríðarlega fjölda byggðasamlaga sem við erum að taka þátt í og auknar kröfur á sveitastjórnarmenn,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í samtali við Stöð 2. „Ég held að menn þurfi bara að fara að horfa til að við þurfum að fara að hafa þetta að atvinnu sem sveitarstjórnarfólk en ekki bara sem hobbý, þetta er ekkert hobbý lengur.“ Þá sá Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, litla ástæðu til þess að sameina sveitarfélögin. „Það gengur mjög vel í öllum sveitarfélögum sem hér um ræðir og það kallar fátt á breytingar. Það er íbúafjölgun, það er uppbygging, ferðaþjónusta og atvinnuvegir í blóma, þannig að það er ekkert skrýtið þó að sveitarstjórnarmenn sem og íbúar sjá ekki ástæðu til að breyta,“ sagði Aldís. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Sameiningarviðræðum á milli átta sveitarfélaga á Suðurlandi hefur verið slitið vegna áhugaleysis um sameiningu. Ástæðan er fyrst og fremst góður rekstur sveitarfélaganna. Boðað var til opins fundar í Tryggvaskála á Selfossi þar sem niðurstaða nefndar um sameiningu allra sveitarfélaganna átta í Árnessýslu var kynnt, auk þess sem fulltrúar ráðgjafasviðs KPMG lögðu fram skýrslu um kosti og galla sameiningu sveitarfélaganna. Rynnu sveitarfélögin átta undir sömu sæng yrði til um 16 þúsund manna sveitarfélag. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að stoppa hér, ekkert verður af sameiningu sveitarfélaganna að svo stöddu. „Menn voru kannski að koma svolítið: Heyrðu við höfum það kannski reyndar bara ágætt og okkur liggur ekkert á að sameinast. Það er svona kannski ein af skýringunum fyrir því að það dró að einhverju l eyti úr áhuganum á sameiningu,“ sagði Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG á fundinum í Tryggvaskála. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er svekktur með að ekki hafi náðst niðurstaða um sameiningu sveitarfélaganna í þessari atrenu. „Ég held að við eigum náttúrulega að horfa til sameiningar sveitarfélaga, það er engin önnur lausn í þessu miðað við þennan gríðarlega fjölda byggðasamlaga sem við erum að taka þátt í og auknar kröfur á sveitastjórnarmenn,“ sagði Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í samtali við Stöð 2. „Ég held að menn þurfi bara að fara að horfa til að við þurfum að fara að hafa þetta að atvinnu sem sveitarstjórnarfólk en ekki bara sem hobbý, þetta er ekkert hobbý lengur.“ Þá sá Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, litla ástæðu til þess að sameina sveitarfélögin. „Það gengur mjög vel í öllum sveitarfélögum sem hér um ræðir og það kallar fátt á breytingar. Það er íbúafjölgun, það er uppbygging, ferðaþjónusta og atvinnuvegir í blóma, þannig að það er ekkert skrýtið þó að sveitarstjórnarmenn sem og íbúar sjá ekki ástæðu til að breyta,“ sagði Aldís.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira