Norskur lögreglumaður hlaut 21 árs dóm fyrir spillingu og aðild að stórfelldu smygli Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2017 14:38 Eirik Jensen í dómsal í Ósló í morgun. Vísir/AFP Dómstóll í Ósló dæmdi í morgun lögreglumanninn Eirik Jensen í 21 árs fangelsi fyrir aðild að smygli á um 14 tonnum af hassi til landsins og spillingu. Jensen starfaði í deild lögreglunnar sem rannsakaði fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Frá þessu greinir NRK.Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum síðustu mánuði. Jensen neitaði sakargiftum en dómarinn Kim Hegar sagði það ekkert vafamál að Jensen hafi átt þátt í smyglinu. Í dómnum segir að brot Jensen hafi staðið yfir tuttugu ára tímabil. Einnig var réttað yfir eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen, samverkamanni Jensen, sem viðurkenndi fyrir dómi að hann hafi smyglað miklu magni fíkniefna til landins. Sagðist hann hafa gert þetta með aðstoð Jensen. Ákæruliðurinn sem sneri að spillingu kvað á um að Jensen hafi þegið dýrmætt úr og fleira í skiptum fyrir að aðstoða glæpamenn. Cappelen hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í málinu. Saksóknari hafði farið fram á átján ára dóm. Lögreglumaðurinn fyrrverandi var einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann hafði játað sekt að hluta í þeim ákærulið. Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnNorskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í málinu. Jensen hafði áður sagt Cappelen hafi um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins.Gjermund Cappelen (t.v.) og Eirik Jensen (t.h) í dómssal í janúar.Í fyrri frétt Vísis um málið frá í janúar sagði frá því þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í réttarsal. Þeir höfðu þá ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vildu meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen sagði hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í mútur Degi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hélt því fram við yfirheyrslur að hann hafi fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar fullyrtu að Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Dómstóll í Ósló dæmdi í morgun lögreglumanninn Eirik Jensen í 21 árs fangelsi fyrir aðild að smygli á um 14 tonnum af hassi til landsins og spillingu. Jensen starfaði í deild lögreglunnar sem rannsakaði fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Frá þessu greinir NRK.Málið hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum síðustu mánuði. Jensen neitaði sakargiftum en dómarinn Kim Hegar sagði það ekkert vafamál að Jensen hafi átt þátt í smyglinu. Í dómnum segir að brot Jensen hafi staðið yfir tuttugu ára tímabil. Einnig var réttað yfir eiturlyfjabaróninum Gjermund Cappelen, samverkamanni Jensen, sem viðurkenndi fyrir dómi að hann hafi smyglað miklu magni fíkniefna til landins. Sagðist hann hafa gert þetta með aðstoð Jensen. Ákæruliðurinn sem sneri að spillingu kvað á um að Jensen hafi þegið dýrmætt úr og fleira í skiptum fyrir að aðstoða glæpamenn. Cappelen hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í málinu. Saksóknari hafði farið fram á átján ára dóm. Lögreglumaðurinn fyrrverandi var einnig ákærður um brot á vopnalögum – þar meðal ólöglega vörslu á tíu skotvopnum. Hann hafði játað sekt að hluta í þeim ákærulið. Segir Cappelen hafa verið uppljóstrara sinnNorskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með réttarhöldunum í málinu. Jensen hafði áður sagt Cappelen hafi um árabil verið einn af hans mikilvægustu uppljóstrurum í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í borginni og að hann hafi ekki haft neina vitneskju um umfangsmikið eiturlyfjasmygl Cappelen til landsins.Gjermund Cappelen (t.v.) og Eirik Jensen (t.h) í dómssal í janúar.Í fyrri frétt Vísis um málið frá í janúar sagði frá því þegar þeir Jensen og Cappelen mættust í réttarsal. Þeir höfðu þá ekki hist frá því að þeir fóru saman í bíltúr í miðborg Ósló þann 19. desember 2013. Cappelen á þá að hafa sótt Jensen skammt frá lögreglustöðinni og skilað honum aftur á sama stað nokkru síðar. Jensen yfirgaf bílinn með hvítt umslag þar sem í voru mikið magn seðla. Hvorugur mannanna vissi af því að lögregla fylgdist með ferðum þeirra á þessum tíma, en saksóknarar vildu meina að Jensen hafi þegið slíkar mútur um margra ára skeið. Jensen sagði hins vegar að Capellen hafi einungis verið að endurgreiða honum lán.2,1 milljónir norskra króna í mútur Degi eftir bílferðina örlagaríku var Gjermund Cappelen handtekinn á heimili sínu í Bærum, en upplýsingum um handtökuna var haldið leyndum í upplýsingakerfi lögreglunnar. Jensen hélt áfram að senda Cappelen SMS-skilaboð og var hann sjálfur handtekinn 24. febrúar 2014 – í bílageymslu lögreglunnar á Grønland í Ósló þar sem hann starfaði. Cappelen hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn 2013, en Jensen sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði áður en honum var sleppt, síðla vors 2014. Cappelen hélt því fram við yfirheyrslur að hann hafi fengið trúnaðarupplýsingar um rannsóknir lögreglu og tollstjóraembættisins frá Jensen og hafi þannig getað flutt mikið magn eiturlyfja til landsins. Saksóknarar fullyrtu að Jensen hafi alls þegið mútur frá Cappelen fyrir alls um 2,1 milljónir norskra króna, um 28 milljónir íslenskra, ýmist í formi reiðufjár eða greiða.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira