Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2017 02:29 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879 Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39
Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33