Innlent

Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vísir

Annar mannanna sem var stunginn með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um verknaðinn, en rannsókn málsins miðar vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Hinir særðu hlutu áverka á fótum, baki og kviði og voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Hinn maðurinn, sem var stunginn með hnífi á sama stað og var sömuleiðis fluttur slasaður á bráðamóttökuna, hefur verið verið útskrifaður af Landspítalanum.

Mennirnir sem voru stungnir voru báðir frá Albaníu en sá sem á að hafa beitt eggvopninu er Íslendingur, allir á þrítugsaldri. Sá sem situr í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar var handtekinn í Garðabæ eftir árásina.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.