Innlent

Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun.
Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun. Vísir/GVA

Annar mannanna tveggja sem voru stungnir á Austurvelli í Reykjavík snemma á sunnudagsmorgun er enn þungt haldinn. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi.

Hinn maðurinn sem fyrir árásinni hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Þeir sem urðu fyrir árásinni eru á þrítugsaldri og frá Albaníu en sá sem á að hafa beitt eggvopninu er Íslendingur í þrítugsaldri. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann í gæsluvarðhald til 15. desember næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Lögreglan er búinn að yfirheyra manninn sem grunaður er um árásina en erfiðlega gekk í fyrsta að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.

Maðurinn flúði af vettvangi eftir árásina en lögreglan fékk greinargóða lýsingu á honum frá vitnum og var hann handtekinn nokkru síðar í Garðabæ.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.