Innlent

Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska karlmenn með hnífi í miðborg Reykjavíkur í gærmorgun var ekki yfirheyrður í dag. Annar mannanna sem særðist er enn í lífshættu að sögn lögreglu og ekki útséð með batahorfur.Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að gagnaöflun í málinu í dag en meðal þeirra eru myndbandsupptökur af Austurvelli þegar árásin átti sér stað.Lögregla hefur ekki upplýsingar um að hinn grunaði og mennirnir tveir hafi þekkst en staðfestir að þeir hafi átt í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað.Báðir mennirnir hlutu nokkrar hnífstungur. Annar þeirra lá særður á eftir á meðan hinn komst undan, en blóðslóð lá frá vettvangi, í gegnum miðbæinn og upp á Ránargötu þar sem manninum var komið til hjálpar.Hinn grunaði komst undan en var handtekinn nokkru síðar í Garðabæ eftir greinargóðarlýsingar vitna af árásinni en þau eru þó nokkur að sögn lögreglu. Vettvangur var rannsakaður í gærmorgun.Tilefni eða tildrög árásarinnar eru enn óljós og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á hinn grunaði ekki afbrotasögu. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Ekki er gefið upp hvort játning liggi fyrir.Maðurinn sem liggur á gjörgæslu er þungt haldinn og enn í lífshættu en hinn hefur verið útskrifaður af spítala en áverkar hans voru einnig þó nokkrir.

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.