Svar Benedikts um áhuga á flugstöðinni „ónákvæmt og jafnvel rangt“ 15. júní 2017 13:15 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af fundi aðstoðarmanns síns með fjárfestum sem sýndu flugstöðinni áhuga. Vísir/Eyþór Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hafa gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt svar“ við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi 31. maí. Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort fjárfestar, innlendir eða erlendir, hefðu sýnt því áhuga að kaupa hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/EyþórFyrirspurnin kom fram eftir viðtal Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, um morguninn. Sagði forstjórinn að merkja mætti aukinn áhuga erlendra aðila á flugstöðinni. „Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ sagði Benedikt í svari sínu. Benedikt segir í færslu á Facebook í dag að svar hans hafi jafnvel verið rnargt. Hið rétta væri að fjárfestar hefðu sýnt flugstöðinni áhuga, raunar í tvígang. Hann hafi ekki vitað af því. Benedikt grípur til færslunnar vegna fyrirspurnar Stundarinnar í gær út í svar hans. „Hér er spurt um flugstöðina, sem samgönguráðherra og meiri hluti fjárlaganefndar nefna sem hugsanlega söluvöru, en ekki flugvöllinn eða aðra hluta Isavia. Ég vissi ekki þá að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstakan áhuga. Þetta reyndist rangt.“Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/EyþórBenedikt segir að eftir þingfundinn 31. maí hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga, haft samband við sig og bent honum á að fyrirtækið hefði verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu. Það hefði áhuga á aðkomu að rekstri flugstöðvarinnar. Fyrirtækið hefði sömuleiðis átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið. Þá segir Benedikt Kvikva banki hafi komið með fulltrúa fjárfestingasjóðsins Macquarie á fund í ráðuneytinu þann 5. apríl. Sjóðurinn hafi kynnt starfsemi sína og sýnt Isavia áhuga. Kynning á fyrirtækinu hafi þó verið meginefni fundarins og hann ekki verið neitt leyndarmál. „Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.“ Segir Benedikt leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari sínu en rétt hefði verið af honum að segja að honum væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni áhuga, en hann hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild. „Þó að ég sé allur af vilja gerður veit ég ekki allt sem gerist innan ráðuneytisins. Óundirbúnar fyrirspurnir bera nafn með rentu og yfirleitt hef ég verið óhræddur við að svara því til þegar ég veit ekki nákvæmt svar, en í þetta sinn brást mér bogalistin.“Kolbeinn gagnrýnir ráðherra harðlega.VÍSIR/EYÞÓRKolbeinn Óttarsson Proppe, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Benedikt harðlega fyrir svör sín í pistli á Facebook. „Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli,“ segir Kolbeinn. „Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?“ Alþingi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hafa gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt svar“ við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi 31. maí. Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort fjárfestar, innlendir eða erlendir, hefðu sýnt því áhuga að kaupa hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/EyþórFyrirspurnin kom fram eftir viðtal Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, um morguninn. Sagði forstjórinn að merkja mætti aukinn áhuga erlendra aðila á flugstöðinni. „Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ sagði Benedikt í svari sínu. Benedikt segir í færslu á Facebook í dag að svar hans hafi jafnvel verið rnargt. Hið rétta væri að fjárfestar hefðu sýnt flugstöðinni áhuga, raunar í tvígang. Hann hafi ekki vitað af því. Benedikt grípur til færslunnar vegna fyrirspurnar Stundarinnar í gær út í svar hans. „Hér er spurt um flugstöðina, sem samgönguráðherra og meiri hluti fjárlaganefndar nefna sem hugsanlega söluvöru, en ekki flugvöllinn eða aðra hluta Isavia. Ég vissi ekki þá að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstakan áhuga. Þetta reyndist rangt.“Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/EyþórBenedikt segir að eftir þingfundinn 31. maí hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga, haft samband við sig og bent honum á að fyrirtækið hefði verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu. Það hefði áhuga á aðkomu að rekstri flugstöðvarinnar. Fyrirtækið hefði sömuleiðis átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið. Þá segir Benedikt Kvikva banki hafi komið með fulltrúa fjárfestingasjóðsins Macquarie á fund í ráðuneytinu þann 5. apríl. Sjóðurinn hafi kynnt starfsemi sína og sýnt Isavia áhuga. Kynning á fyrirtækinu hafi þó verið meginefni fundarins og hann ekki verið neitt leyndarmál. „Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.“ Segir Benedikt leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari sínu en rétt hefði verið af honum að segja að honum væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni áhuga, en hann hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild. „Þó að ég sé allur af vilja gerður veit ég ekki allt sem gerist innan ráðuneytisins. Óundirbúnar fyrirspurnir bera nafn með rentu og yfirleitt hef ég verið óhræddur við að svara því til þegar ég veit ekki nákvæmt svar, en í þetta sinn brást mér bogalistin.“Kolbeinn gagnrýnir ráðherra harðlega.VÍSIR/EYÞÓRKolbeinn Óttarsson Proppe, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Benedikt harðlega fyrir svör sín í pistli á Facebook. „Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli,“ segir Kolbeinn. „Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?“
Alþingi Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira