Svar Benedikts um áhuga á flugstöðinni „ónákvæmt og jafnvel rangt“ 15. júní 2017 13:15 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af fundi aðstoðarmanns síns með fjárfestum sem sýndu flugstöðinni áhuga. Vísir/Eyþór Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hafa gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt svar“ við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi 31. maí. Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort fjárfestar, innlendir eða erlendir, hefðu sýnt því áhuga að kaupa hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/EyþórFyrirspurnin kom fram eftir viðtal Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, um morguninn. Sagði forstjórinn að merkja mætti aukinn áhuga erlendra aðila á flugstöðinni. „Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ sagði Benedikt í svari sínu. Benedikt segir í færslu á Facebook í dag að svar hans hafi jafnvel verið rnargt. Hið rétta væri að fjárfestar hefðu sýnt flugstöðinni áhuga, raunar í tvígang. Hann hafi ekki vitað af því. Benedikt grípur til færslunnar vegna fyrirspurnar Stundarinnar í gær út í svar hans. „Hér er spurt um flugstöðina, sem samgönguráðherra og meiri hluti fjárlaganefndar nefna sem hugsanlega söluvöru, en ekki flugvöllinn eða aðra hluta Isavia. Ég vissi ekki þá að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstakan áhuga. Þetta reyndist rangt.“Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/EyþórBenedikt segir að eftir þingfundinn 31. maí hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga, haft samband við sig og bent honum á að fyrirtækið hefði verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu. Það hefði áhuga á aðkomu að rekstri flugstöðvarinnar. Fyrirtækið hefði sömuleiðis átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið. Þá segir Benedikt Kvikva banki hafi komið með fulltrúa fjárfestingasjóðsins Macquarie á fund í ráðuneytinu þann 5. apríl. Sjóðurinn hafi kynnt starfsemi sína og sýnt Isavia áhuga. Kynning á fyrirtækinu hafi þó verið meginefni fundarins og hann ekki verið neitt leyndarmál. „Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.“ Segir Benedikt leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari sínu en rétt hefði verið af honum að segja að honum væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni áhuga, en hann hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild. „Þó að ég sé allur af vilja gerður veit ég ekki allt sem gerist innan ráðuneytisins. Óundirbúnar fyrirspurnir bera nafn með rentu og yfirleitt hef ég verið óhræddur við að svara því til þegar ég veit ekki nákvæmt svar, en í þetta sinn brást mér bogalistin.“Kolbeinn gagnrýnir ráðherra harðlega.VÍSIR/EYÞÓRKolbeinn Óttarsson Proppe, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Benedikt harðlega fyrir svör sín í pistli á Facebook. „Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli,“ segir Kolbeinn. „Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?“ Alþingi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hafa gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt svar“ við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi 31. maí. Óli Halldórsson, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði ráðherra hvort fjárfestar, innlendir eða erlendir, hefðu sýnt því áhuga að kaupa hlut í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Vísir/EyþórFyrirspurnin kom fram eftir viðtal Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, við Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, um morguninn. Sagði forstjórinn að merkja mætti aukinn áhuga erlendra aðila á flugstöðinni. „Fyrst er því til að svara að það hefur enginn sett sig í samband við fjármálaráðuneytið með ósk um það að kaupa flugstöðina eða hluti tengda henni,“ sagði Benedikt í svari sínu. Benedikt segir í færslu á Facebook í dag að svar hans hafi jafnvel verið rnargt. Hið rétta væri að fjárfestar hefðu sýnt flugstöðinni áhuga, raunar í tvígang. Hann hafi ekki vitað af því. Benedikt grípur til færslunnar vegna fyrirspurnar Stundarinnar í gær út í svar hans. „Hér er spurt um flugstöðina, sem samgönguráðherra og meiri hluti fjárlaganefndar nefna sem hugsanlega söluvöru, en ekki flugvöllinn eða aðra hluta Isavia. Ég vissi ekki þá að neinn hefði sýnt flugstöðinni sérstakan áhuga. Þetta reyndist rangt.“Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Vísir/EyþórBenedikt segir að eftir þingfundinn 31. maí hafi Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga, haft samband við sig og bent honum á að fyrirtækið hefði verið í sambandi við ráðuneytið fyrr á árinu. Það hefði áhuga á aðkomu að rekstri flugstöðvarinnar. Fyrirtækið hefði sömuleiðis átt í viðræðum við fyrri ríkisstjórn um málið. Þá segir Benedikt Kvikva banki hafi komið með fulltrúa fjárfestingasjóðsins Macquarie á fund í ráðuneytinu þann 5. apríl. Sjóðurinn hafi kynnt starfsemi sína og sýnt Isavia áhuga. Kynning á fyrirtækinu hafi þó verið meginefni fundarins og hann ekki verið neitt leyndarmál. „Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.“ Segir Benedikt leitt að hafa ekki tekið nákvæmar til orða í svari sínu en rétt hefði verið af honum að segja að honum væri ekki kunnugt um að neinn hefði sýnt flugstöðinni áhuga, en hann hefði orðið var við áhuga á Isavia í heild. „Þó að ég sé allur af vilja gerður veit ég ekki allt sem gerist innan ráðuneytisins. Óundirbúnar fyrirspurnir bera nafn með rentu og yfirleitt hef ég verið óhræddur við að svara því til þegar ég veit ekki nákvæmt svar, en í þetta sinn brást mér bogalistin.“Kolbeinn gagnrýnir ráðherra harðlega.VÍSIR/EYÞÓRKolbeinn Óttarsson Proppe, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Benedikt harðlega fyrir svör sín í pistli á Facebook. „Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli,“ segir Kolbeinn. „Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?“
Alþingi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira