Pútín býður James Comey pólitískt hæli í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 18:16 Vladimír Pútín. Vísir/EPA Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sé velkomið að fá pólitískt hæli í Rússlandi kjósi hann svo. CNN greinir frá. Forsetinn lét ummælin falla í árlegum fyrirspurnartíma í sjónvarpinu í Rússlandi í gær, þar sem áhorfendum bauðst að hringja inn í þáttinn og spyrja Pútín spjörunum út. Í fyrirspurninni um James Comey og mál hans svaraði Pútín með kaldhæðnum hætti.„Hvað gerir forstjórann svo frábrugðinn Hr. Snowden? Mér virðist hann ekki vera forstjóri alríkislögreglunnar heldur aðgerðasinni sem hefur sína tilteknu skoðun. Ef hann verður ákærður vegna þessa, erum við líka reiðubúin til þess að veita honum pólitískt hæli.“ Comey mætti í síðustu viku fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og svaraði spurningum varðandi samskipti sín við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem líkt og flestir vita rak Comey úr embætti. Þar lýsti hann til að mynda óþægilegum samskiptum sínum við Trump, sem spurði hann hvort að hann gæti ekki látið rannsókn á máli fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn niður falla. Edward Snowden fékk pólitískt hæli í Rússlandi árið 2013 eftir að hafa lekið mikilvægum gögnum frá NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna til almennings en bandarísk stjórnvöld hafa allar götur síðan viljað hafa hendur í hári hans vegna þess. Var ákvörðun Rússa um að veita honum hæli ekki til þess að létta á samskiptum ríkjanna. Margir hafa velt vöngum yfir því hvort að uppátæki Pútíns og ákvörðun hans um að svara spurningum rússnesku þjóðarinnar séu viðbrögð við mótmælum í landinu en á þriðjudaginn voru 1400 manns handteknir fyrir að mótmæla spillingu í landinu. Í fyrirspurnatímanum svaraði Pútín meðal annars spurningum um börn sín, sem hann sagði lifa eðlilegu lífi. Þá sagði hann að ef að Rússar hefðu ekki innlimað Krímskaga, „hefðu Vesturlönd líkast til fundið aðrar ástæður til þess að halda Rússum niðri.“ Pútín tók við völdum á ný sem forseti Rússlands árið 2012 og hófst þá hans þriðja kjörtímabil. Þar áður var hann forsætisráðherra í ríkisstjórn Dmitry Medvedev frá árinu 2008, sem þá var forseti en er nú forsætisráðherra. Þá var hann einnig forseti landsins árin 2000 til 2008. Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sé velkomið að fá pólitískt hæli í Rússlandi kjósi hann svo. CNN greinir frá. Forsetinn lét ummælin falla í árlegum fyrirspurnartíma í sjónvarpinu í Rússlandi í gær, þar sem áhorfendum bauðst að hringja inn í þáttinn og spyrja Pútín spjörunum út. Í fyrirspurninni um James Comey og mál hans svaraði Pútín með kaldhæðnum hætti.„Hvað gerir forstjórann svo frábrugðinn Hr. Snowden? Mér virðist hann ekki vera forstjóri alríkislögreglunnar heldur aðgerðasinni sem hefur sína tilteknu skoðun. Ef hann verður ákærður vegna þessa, erum við líka reiðubúin til þess að veita honum pólitískt hæli.“ Comey mætti í síðustu viku fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og svaraði spurningum varðandi samskipti sín við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem líkt og flestir vita rak Comey úr embætti. Þar lýsti hann til að mynda óþægilegum samskiptum sínum við Trump, sem spurði hann hvort að hann gæti ekki látið rannsókn á máli fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn niður falla. Edward Snowden fékk pólitískt hæli í Rússlandi árið 2013 eftir að hafa lekið mikilvægum gögnum frá NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna til almennings en bandarísk stjórnvöld hafa allar götur síðan viljað hafa hendur í hári hans vegna þess. Var ákvörðun Rússa um að veita honum hæli ekki til þess að létta á samskiptum ríkjanna. Margir hafa velt vöngum yfir því hvort að uppátæki Pútíns og ákvörðun hans um að svara spurningum rússnesku þjóðarinnar séu viðbrögð við mótmælum í landinu en á þriðjudaginn voru 1400 manns handteknir fyrir að mótmæla spillingu í landinu. Í fyrirspurnatímanum svaraði Pútín meðal annars spurningum um börn sín, sem hann sagði lifa eðlilegu lífi. Þá sagði hann að ef að Rússar hefðu ekki innlimað Krímskaga, „hefðu Vesturlönd líkast til fundið aðrar ástæður til þess að halda Rússum niðri.“ Pútín tók við völdum á ný sem forseti Rússlands árið 2012 og hófst þá hans þriðja kjörtímabil. Þar áður var hann forsætisráðherra í ríkisstjórn Dmitry Medvedev frá árinu 2008, sem þá var forseti en er nú forsætisráðherra. Þá var hann einnig forseti landsins árin 2000 til 2008.
Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent