Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 23:45 Lögmaður Hafþórs Júlíusar Björnssonar, aflraunamanns og leikara, segir ekkert hæft í ásökunum um ofbeldi. Vísir/Valli Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30