„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 22:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey, sem í dag hlaut á ný lögmannsréttindi. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar. Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar.
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33