Fótbolti

Stelpurnar á forsíðu staðarblaðsins

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Stelpurnar eiga forsíðumyndina en hér er greinin um dvöl þeirra í Hollandi.
Stelpurnar eiga forsíðumyndina en hér er greinin um dvöl þeirra í Hollandi. vísir/tom
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta vekja mikla athygli í Harderwijk þar sem þær æfa á velli fótboltafélagsins VVOG á meðan dvöl þeirra á EM 2017 stendur.

Staðarblaðið í Harderwijk er með mynd af íslensku stelpunum á æfingu á forsíðunni í dag og inn í blaðinu er svo grein um æfingar þeirr aí bænum. Íslenska liðið gistir í Ermelo en aðeins nokkrir kílómetrar eru á milli bæjanna.

Í greininni er rætt við Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ, en þar er einnig sagt frá að 1. deildar lið HK/Víkings æfir á sama stað. HK/Víkingur, sem er í baráttu um sæti í Pepsi-deildinni, er hér í viku í æfingaferð og sér tvo leiki með stelpunum á meðan dvöl þeirra stendur í Hollandi.

Stelpurnar okkar hafa allt til alls á æfingasvæðinu sem er nokkuð glæsilegt miðað við að VVOG spilar í laugardagsdeildinni í Hollandi. Þarna eru nokkrir æfingavellir með frábæru grasi en aðallið VVOG spilar á gervigrasi.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×