Mamma Gunnhildar komin með fimmu í hnakkann Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 11:30 Mæðgurnar eru miklir stuðboltar og greinilega mjög nánar. Vísir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði alla níutíu mínúturnar í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudag. Ólíkt flestum leikmönnum liðsins mætti hún ekki á æfingu landsliðsins í gær heldur varð eftir á hótelinu með Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða. „Við tókum bara æfingar í ræktinni. Maður er vanur því að fara út á völl og hlaupa en við ákváðum nokkrar að fara frekar í ræktina og sundið. Minnka álagið á fæturnar. Við tókum hlaup í sundlauginni og fleira.“ Hún segir þó engan vafa á því að hún verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Sviss á laugardag. „Já auðvitað. Maður er vanur þessu. Ég spila oft tvo leiki í viku í Noregi svo líkaminn er vanur þessu. Maður hefur undirbúið sig fyrir þetta lengi svo maður er tilbúin fyrir þetta.“Viðtalið við Gunnhildi má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. Gunnhildur Yrsa á átta systkini sem öll eru mætt til Hollands til að styðja hana og landsliðið. „Ég held að þau séu fjórtán sem mættu, öll fjölskyldan. Ég fékk að hitta þau aðeins í gær og það var yndislegt.“ Þó þau styðji öll vel við bakið á Gunnhildi fer móðir hennar, Laufey Ýr Sigurðardóttir, fremst í flokki. Hún rakaði töluna fimm í hnakkann á sér á dögunum en það er númer Gunnhildar hjá landsliðinu. „Mamma þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir. Hún er yndisleg og henti í fimmu á hnakkann á sér. Ég hélt reyndar að hún myndi koma með blátt ár en það gerðist ekki. En ég er mjög ánægð með fimmuna.“ Þá er Gunnhildur sömuleiðis ánægð með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á hótel stelpnanna í gær. „Það var mjög fínt að fá hann. Hann er mjög góður náungi, tók gott grín á okkur og sagði að þjóðin væri á bak við okkur. Það var yndislegt. Við erum tilbúnar í næsta leik.“Að neðan má sjá innslag sem gert var um Gunnhildi sumarið 2012 þar sem móður hennar bar einmitt á góma. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði alla níutíu mínúturnar í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudag. Ólíkt flestum leikmönnum liðsins mætti hún ekki á æfingu landsliðsins í gær heldur varð eftir á hótelinu með Söru Björk Gunnarsdóttur fyrirliða. „Við tókum bara æfingar í ræktinni. Maður er vanur því að fara út á völl og hlaupa en við ákváðum nokkrar að fara frekar í ræktina og sundið. Minnka álagið á fæturnar. Við tókum hlaup í sundlauginni og fleira.“ Hún segir þó engan vafa á því að hún verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Sviss á laugardag. „Já auðvitað. Maður er vanur þessu. Ég spila oft tvo leiki í viku í Noregi svo líkaminn er vanur þessu. Maður hefur undirbúið sig fyrir þetta lengi svo maður er tilbúin fyrir þetta.“Viðtalið við Gunnhildi má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. Gunnhildur Yrsa á átta systkini sem öll eru mætt til Hollands til að styðja hana og landsliðið. „Ég held að þau séu fjórtán sem mættu, öll fjölskyldan. Ég fékk að hitta þau aðeins í gær og það var yndislegt.“ Þó þau styðji öll vel við bakið á Gunnhildi fer móðir hennar, Laufey Ýr Sigurðardóttir, fremst í flokki. Hún rakaði töluna fimm í hnakkann á sér á dögunum en það er númer Gunnhildar hjá landsliðinu. „Mamma þarf alltaf að fara aðeins lengra en aðrir. Hún er yndisleg og henti í fimmu á hnakkann á sér. Ég hélt reyndar að hún myndi koma með blátt ár en það gerðist ekki. En ég er mjög ánægð með fimmuna.“ Þá er Gunnhildur sömuleiðis ánægð með heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta á hótel stelpnanna í gær. „Það var mjög fínt að fá hann. Hann er mjög góður náungi, tók gott grín á okkur og sagði að þjóðin væri á bak við okkur. Það var yndislegt. Við erum tilbúnar í næsta leik.“Að neðan má sjá innslag sem gert var um Gunnhildi sumarið 2012 þar sem móður hennar bar einmitt á góma.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira