Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:51 Fjölmargir komu saman í kvöld. vísir/epa Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið. Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið.
Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21