Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 20:30 Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega. Vísir/Getty Umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið á Íslandi, sem birt var í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins og fyrrverandi frambjóðandi í síðustu forsetakosningum, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu heilkennisins á Íslandi harðlega í dag í kjölfar umfjöllunarinnar. Heilkennið smám saman að hverfa Nær allar þungaðar, íslenskar konur, sem fá jákvæðar niðurstöður þegar prófað er fyrir Downs-heilkenni, láta eyða fóstrinu, að því er fram kemur í umfjöllun CBS um málið. Heilkennið er því smám saman að hverfa á Íslandi. Þessi próf eru valkvæð en samkvæmt lögum verður þó að gera öllum verðandi mæðrum á Íslandi ljóst að þau séu í boði. Í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. Þá kemur enn fremur fram í umfjölluninni að þróun í þessa átt sé sambærileg í öðrum löndum. Árin 1995-2011 völdu 67 prósent bandarískra kvenna að láta eyða fóstrum með Downs-heilkenni, 77 prósent franskra kvenna og 98 prósent danskra. Tvö börn með Downs-heilkenni fæðast á ári á Íslandi Börn með Downs-heilkenni fæðast þó enn á Íslandi, þrátt fyrir að nær allar konur láti prófa fyrir litningagallanum, en hann finnst ekki í öllum tilvikum. CBS ræddi við Þórdísi Ingadóttur, móður hinnar sjö ára Ágústu, en dóttir hennar fæddist með Downs-heilkenni þrátt fyrir að Þórdís hafi látið prófa fyrir því. Þórdís sagði í samtali við CBS að árið 2010, fæðingarár Ágústu, hefðu þrjú börn fæðst með Downs-heilkenni á Íslandi. „Það er nokkuð meira en venjulega. Venjulega eru það tvö, síðustu nokkur ár.“ Íslendingar að „drepa“ en ekki eyðaÍ kjölfar umfjöllunar CBS um stöðu Downs-heilkennis á Íslandi tjáði einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana, Ted Cruz, sig um málið á Twitter-síðu sinni. Hann segir að börn með heilkennið ætti að varðveita en ekki eyða. Truly sad. News celebrating Iceland's "100% termination rate" for children w/ Downs Syndrome. Downs children should be cherished, not ended. https://t.co/GEJGPcFLQg— Ted Cruz (@tedcruz) August 15, 2017 „Svo sannarlega sorglegt. Fréttir upphefja „100 prósent fóstureyðingartíðni“ barna með Downs-heilkenni á Íslandi. Börn með Downs-heilkenni ætti að varðveita en ekki eyða“ ritar Cruz. Í fyrra laut Cruz í lægra haldi fyrir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Leikkonan Patricia Heaton, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Debra Barone í þáttunum Everybody Loves Raymond, segir Íslendinga beinlínis vera að drepa þá sem hafa Downs-heilkennið. Iceland isn't actually eliminating Down Syndrome. They're just killing everybody that has it. Big difference. #Downsyndrome #abortion https://t.co/gAONIzqRXW— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 „Ísland er í raun ekki að eyða Downs-heilkenni. Þau eru bara að drepa alla sem að eru með það. Mikill munur,“ skrifar Heaton. Heaton hefur um langt skeið verið andstæðingur fóstureyðinga og hefur enn fremur verið hávær í þeirri afstöðu sinni. Hún er einnig skráð í Repúblikanaflokkinn og á heiðurssæti í samtökunum Feminists for Life sem beita sér gegn fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum. Í kjölfar tístsins hefur hún keppst við að deila myndum af börnum með Downs-heilkenni sem foreldrar hafa sent henni. Preciousness! https://t.co/D9upCCRr4J— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farið er til Íslands vegna stöðu Downs-heilkennisins í heiminum. Í heimildarmynd bresku leikkonunnar Sally Phillips, A World Without Down‘s Syndrome? eða Heimur án Downs-heilkennis?, heimsótti hún bæði Landspítalann og ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um háa tíðni þungunarrofs á fóstrum með Downs-heilkenni, líkt og gert var í umfjöllun CBS. Phillips á sjálf son með Downs-heilkenni en heimildarmyndin hlaut mikið lof. Einhverjir gagnrýnendur sögðu myndina þó of persónulega og að hægt væri að lesa úr henni að þeir, sem valið hefðu að fara í fóstureyðingu vegna Downs-heilkennis í fóstri, hefðu tekið ranga ákvörðun. Downs-heilkenni Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið á Íslandi, sem birt var í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins og fyrrverandi frambjóðandi í síðustu forsetakosningum, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu heilkennisins á Íslandi harðlega í dag í kjölfar umfjöllunarinnar. Heilkennið smám saman að hverfa Nær allar þungaðar, íslenskar konur, sem fá jákvæðar niðurstöður þegar prófað er fyrir Downs-heilkenni, láta eyða fóstrinu, að því er fram kemur í umfjöllun CBS um málið. Heilkennið er því smám saman að hverfa á Íslandi. Þessi próf eru valkvæð en samkvæmt lögum verður þó að gera öllum verðandi mæðrum á Íslandi ljóst að þau séu í boði. Í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. Þá kemur enn fremur fram í umfjölluninni að þróun í þessa átt sé sambærileg í öðrum löndum. Árin 1995-2011 völdu 67 prósent bandarískra kvenna að láta eyða fóstrum með Downs-heilkenni, 77 prósent franskra kvenna og 98 prósent danskra. Tvö börn með Downs-heilkenni fæðast á ári á Íslandi Börn með Downs-heilkenni fæðast þó enn á Íslandi, þrátt fyrir að nær allar konur láti prófa fyrir litningagallanum, en hann finnst ekki í öllum tilvikum. CBS ræddi við Þórdísi Ingadóttur, móður hinnar sjö ára Ágústu, en dóttir hennar fæddist með Downs-heilkenni þrátt fyrir að Þórdís hafi látið prófa fyrir því. Þórdís sagði í samtali við CBS að árið 2010, fæðingarár Ágústu, hefðu þrjú börn fæðst með Downs-heilkenni á Íslandi. „Það er nokkuð meira en venjulega. Venjulega eru það tvö, síðustu nokkur ár.“ Íslendingar að „drepa“ en ekki eyðaÍ kjölfar umfjöllunar CBS um stöðu Downs-heilkennis á Íslandi tjáði einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana, Ted Cruz, sig um málið á Twitter-síðu sinni. Hann segir að börn með heilkennið ætti að varðveita en ekki eyða. Truly sad. News celebrating Iceland's "100% termination rate" for children w/ Downs Syndrome. Downs children should be cherished, not ended. https://t.co/GEJGPcFLQg— Ted Cruz (@tedcruz) August 15, 2017 „Svo sannarlega sorglegt. Fréttir upphefja „100 prósent fóstureyðingartíðni“ barna með Downs-heilkenni á Íslandi. Börn með Downs-heilkenni ætti að varðveita en ekki eyða“ ritar Cruz. Í fyrra laut Cruz í lægra haldi fyrir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Leikkonan Patricia Heaton, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Debra Barone í þáttunum Everybody Loves Raymond, segir Íslendinga beinlínis vera að drepa þá sem hafa Downs-heilkennið. Iceland isn't actually eliminating Down Syndrome. They're just killing everybody that has it. Big difference. #Downsyndrome #abortion https://t.co/gAONIzqRXW— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 „Ísland er í raun ekki að eyða Downs-heilkenni. Þau eru bara að drepa alla sem að eru með það. Mikill munur,“ skrifar Heaton. Heaton hefur um langt skeið verið andstæðingur fóstureyðinga og hefur enn fremur verið hávær í þeirri afstöðu sinni. Hún er einnig skráð í Repúblikanaflokkinn og á heiðurssæti í samtökunum Feminists for Life sem beita sér gegn fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum. Í kjölfar tístsins hefur hún keppst við að deila myndum af börnum með Downs-heilkenni sem foreldrar hafa sent henni. Preciousness! https://t.co/D9upCCRr4J— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farið er til Íslands vegna stöðu Downs-heilkennisins í heiminum. Í heimildarmynd bresku leikkonunnar Sally Phillips, A World Without Down‘s Syndrome? eða Heimur án Downs-heilkennis?, heimsótti hún bæði Landspítalann og ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um háa tíðni þungunarrofs á fóstrum með Downs-heilkenni, líkt og gert var í umfjöllun CBS. Phillips á sjálf son með Downs-heilkenni en heimildarmyndin hlaut mikið lof. Einhverjir gagnrýnendur sögðu myndina þó of persónulega og að hægt væri að lesa úr henni að þeir, sem valið hefðu að fara í fóstureyðingu vegna Downs-heilkennis í fóstri, hefðu tekið ranga ákvörðun.
Downs-heilkenni Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira