Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 21:00 Móðir Oddrúnar og Ásthildar hafði glímt við alvarleg veikindi um árabil. Hún var með jaðarpersónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða en reyndi sitt besta til að halda heimili fyrir þrjár dætur sínar. Hún gerði nokkrar sjálfsvígstilraunir og lagðist oft inn á geðdeild. Í maí árið 2006 bað hún sjálf um innlögn á sjálfsvígsvakt vegna sjálfsvígshugsana. Innan við sólarhring síðar var dætrum hennar, sem þá voru fjórtán til sautján ára gamlar, tilkynnt um dauða hennar. Tvær af dætrunum ræddu mál móður sinnar í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Oddrún og Ásthildur ræddu mál móður sinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld„Við fengum aldrei að vita hvað gerðist. Við fengum aldrei nein svör og í raun fengum við að heyra að það væri ekki mælt með að láta okkur vita í smáatriðum," segir Oddrún Lára Friðgeirsdóttir. Systurnar fengu alltaf á tilfinninguna að dauðsfallið hafi verið óumflýjanlegt vegna veikinda móður þeirra - ekki að um vanrækslu eða mistök hafi verið að ræða. En fimm árum síðar fengu þær að lesa skýrslu lögreglunnar. „Þar fengum við að vita að hún hafi verið á vakt þar sem átti að líta inn til hennar á fimmtán mínútna fresti. En hún fannst eftir að hafa verið ein í tvo tíma og hún hafði þá notað beltið sitt, sem hafði ekki verið fjarlægt,“ bætir Oddrún við. „Við fáum ekki einu sinni afsökunarbeiðni eða neitt í kjölfarið. Það var engin ábyrgð tekin á því sem gerðist. Ábyrgðin var sett á þann sem leitaði til þeirra eftir hjálp,“ segir Ásthildur Embla, eldri systirin. „Við öll í þessu samfélagi eigum að geta leitað til Landspítala ef við treystum okkur ekki sjálf fyrir eigin lífi. Það er Ömurlegt að fólki sé vísað frá eða geti ekki treyst á að það sé öruggt þarna inni.“Myndataka í fermingu Oddrúnar, yngstu systurinnar, tæpu ári fyrir andlát móðurinnar.Umfjöllun um ungan mann sem svipti sig lífi á geðdeild í síðustu viku hefur rifið upp sárin enda héldu systurnar að tilfelli móður þeirra væri og yrði algjört einsdæmi. „Eftir að eitthvað svona gerist ætti að vera aðgerðir og farið ofan í saumana, en ellefu árum seinna er þetta að gerast aftur,“ segir Ásthildur. „Ég upplifði líka þegar ég horfði á fréttir í gær að það væri verið að tala um að þetta væri að gerast í fyrsta skipti,“ segir Oddrún. Systurnar vilja þó ítreka að geðdeild sé sá staður sem fólk í vanda á að leita til en vona að umræðan síðustu daga verði til þess að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar svo svona atvik gerist aldrei aftur. Þær segjast ekki áfellast starfsfóklið. „Heldur kerfinu í heild sem er að bregðast. Það er niðurskurður á kerfi sem er þegar brotið,“ segir Oddrún. Tengdar fréttir Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Móðir Oddrúnar og Ásthildar hafði glímt við alvarleg veikindi um árabil. Hún var með jaðarpersónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða en reyndi sitt besta til að halda heimili fyrir þrjár dætur sínar. Hún gerði nokkrar sjálfsvígstilraunir og lagðist oft inn á geðdeild. Í maí árið 2006 bað hún sjálf um innlögn á sjálfsvígsvakt vegna sjálfsvígshugsana. Innan við sólarhring síðar var dætrum hennar, sem þá voru fjórtán til sautján ára gamlar, tilkynnt um dauða hennar. Tvær af dætrunum ræddu mál móður sinnar í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Oddrún og Ásthildur ræddu mál móður sinnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld„Við fengum aldrei að vita hvað gerðist. Við fengum aldrei nein svör og í raun fengum við að heyra að það væri ekki mælt með að láta okkur vita í smáatriðum," segir Oddrún Lára Friðgeirsdóttir. Systurnar fengu alltaf á tilfinninguna að dauðsfallið hafi verið óumflýjanlegt vegna veikinda móður þeirra - ekki að um vanrækslu eða mistök hafi verið að ræða. En fimm árum síðar fengu þær að lesa skýrslu lögreglunnar. „Þar fengum við að vita að hún hafi verið á vakt þar sem átti að líta inn til hennar á fimmtán mínútna fresti. En hún fannst eftir að hafa verið ein í tvo tíma og hún hafði þá notað beltið sitt, sem hafði ekki verið fjarlægt,“ bætir Oddrún við. „Við fáum ekki einu sinni afsökunarbeiðni eða neitt í kjölfarið. Það var engin ábyrgð tekin á því sem gerðist. Ábyrgðin var sett á þann sem leitaði til þeirra eftir hjálp,“ segir Ásthildur Embla, eldri systirin. „Við öll í þessu samfélagi eigum að geta leitað til Landspítala ef við treystum okkur ekki sjálf fyrir eigin lífi. Það er Ömurlegt að fólki sé vísað frá eða geti ekki treyst á að það sé öruggt þarna inni.“Myndataka í fermingu Oddrúnar, yngstu systurinnar, tæpu ári fyrir andlát móðurinnar.Umfjöllun um ungan mann sem svipti sig lífi á geðdeild í síðustu viku hefur rifið upp sárin enda héldu systurnar að tilfelli móður þeirra væri og yrði algjört einsdæmi. „Eftir að eitthvað svona gerist ætti að vera aðgerðir og farið ofan í saumana, en ellefu árum seinna er þetta að gerast aftur,“ segir Ásthildur. „Ég upplifði líka þegar ég horfði á fréttir í gær að það væri verið að tala um að þetta væri að gerast í fyrsta skipti,“ segir Oddrún. Systurnar vilja þó ítreka að geðdeild sé sá staður sem fólk í vanda á að leita til en vona að umræðan síðustu daga verði til þess að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar svo svona atvik gerist aldrei aftur. Þær segjast ekki áfellast starfsfóklið. „Heldur kerfinu í heild sem er að bregðast. Það er niðurskurður á kerfi sem er þegar brotið,“ segir Oddrún.
Tengdar fréttir Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30
Kveiktu á kertum og minntust vinar Vinir og ættingjar manns á þrítugsaldri sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans fyrir helgi komu saman á Rútstúni í Kópavogi í kvöld til að minnast hans. 13. ágúst 2017 23:41