Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2017 18:45 Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira