Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2017 18:45 Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira