Trump átti „gott“ símtal við Pútín um Sýrland: Vilja hittast í júlí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 23:30 Donald Trump og Vladimír Pútín. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“ Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira