Nám í íþrótta- og heilsufræði verður flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2016 16:49 Aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. Vísir/Magnús Hlynur Það er einróma niðurstaða háskólaráðs Háskóla Íslands að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni verði nýtti til annarra þarfa. Háskólaráð kom saman á fundi í dag til að fjalla um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Á meðal forsenda ákvörðunar háskólaráðs eru að aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. Var það mat háskólaráðs að staðsetning námsins að Laugarvatni eins og sér hafi dregið verulega úr aðsókn á náminu. Þá var það mat ráðsins að nauðsynlegt sé að aðstaða og umgjörð náms í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Sjá tilkynningu um ákvörðun háskólaráðs hér fyrir neðan: Ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands um framtíð starfsemi Háskólans að Laugarvatni Háskólaráð Háskóla Íslands fjallaði á fundi sínum 18. febrúar 2016 um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, en áður hefur ráðið fjallað ítarlega um það málefni á nokkrum fundum, auk þess sem rektor og aðrir fulltrúar háskólans hafa átt viðræður við fjölmarga aðila á undangegnu ári. Einróma niðurstaða háskólaráðs er að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni nýtt til annarra þarfa, eftir því sem aðstæður leyfa. Forsendur ákvörðunar háskólaráðs eru eftirfarandi:Nám í íþróttafræði hefur verið að Laugarvatni síðan 1932. Áratugum saman var aðsókn meiri að náminu en unnt var að verða við. Undanfarinn áratug hefur aðsókn hins vegar farið mjög dvínandi og verið alls óviðunandi í nokkurn tíma. Skiptar skoðanir eru um ástæður þessa. Líklega er um fleiri en eina ástæðu að ræða en jafnframt ljóst, að mati háskólaráðs, að staðsetning námsins að Laugarvatni ein og sér hefur dregið verulega úr aðsókn að náminu.Menntun í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum er mjög mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og nauðsynlegt að aðstaða og umgjörð náms í þessum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í þessum greinum með góðum tækifærum á samnýtingu, samþættingu og samlegð við réttar aðstæður.Á síðasta ári voru unnar á vegum Háskóla Íslands tvær skýrslur um grunnnám í íþrótta- og heilsufræði og bornir saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa námið áfram að Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, þar sem meistaranám í greininni er. Fyrri skýrslan var unnin af þremur starfsmönnum miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands og hin síðari af fjórum kennurum námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði, forseta Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar þar sem námsbrautin er vistuð, rekstrarstjóra Menntavísindasviðs ásamt tveimur fulltrúum miðlægrar stjórnsýslu skólans.Í samtölum rektors Háskóla Íslands og fleiri starfsmanna skólans við þingmenn Suðurkjördæmis, fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila um staðsetningu íþrótta- og heilsufræði að Laugarvatni komu skýrt fram áhyggjur ef Háskóli Íslands yrði ekki áfram með starfsemi að Laugarvatni og einkum nám í íþrótta- og heilsufræði.Innan Háskóla Íslands hefur verið unnið að metnaðarfullum hugmyndum um áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni eftir að grunnnám í íþrótta- og heilsufræði yrði flutt til Reykjavíkur. Háskólaráði, fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis, Bláskógabyggðar og Háskólafélags Suðurlands hefur verið kynnt innihald þessara hugmynda. Í ljósi þessa samþykkir háskólaráð Háskóla Íslands:Grunnnám í íþrótta- og heilsufræði flyst til Reykjavíkur, en aðstaða á Laugarvatni verður nýtt áfram eftir því sem talið er ákjósanlegast í þágu háskólans. Haustið 2016 verður nám á 1. ári í Reykjavík, en nám á 2. og 3. ári áfram að Laugarvatni.Háskóli Íslands stefnir að því að vera með starfsemi að Laugarvatni sem mótuð yrði í samstarfi og samkomulagi við stjórnvöld, sveitarstjórn Bláskógabyggðar, Háskólafélag Suðurlands og eftir atvikum fleiri aðila er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu.Háskóli Íslands mun áfram kanna með framangreindum aðilum og akademískum stjórnendum innan skólans möguleika á áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni, að því gefnu að unnt verði að tryggja fjárhagslegan og faglegan grundvöll starfseminnar. Tengdar fréttir Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Fundur háskólaráðs hófst klukkan 13 en að honum loknum verður framtíð íþróttakennaranáms á Laugarvatni ljósari. 18. febrúar 2016 13:09 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Það er einróma niðurstaða háskólaráðs Háskóla Íslands að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni verði nýtti til annarra þarfa. Háskólaráð kom saman á fundi í dag til að fjalla um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Á meðal forsenda ákvörðunar háskólaráðs eru að aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. Var það mat háskólaráðs að staðsetning námsins að Laugarvatni eins og sér hafi dregið verulega úr aðsókn á náminu. Þá var það mat ráðsins að nauðsynlegt sé að aðstaða og umgjörð náms í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Sjá tilkynningu um ákvörðun háskólaráðs hér fyrir neðan: Ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands um framtíð starfsemi Háskólans að Laugarvatni Háskólaráð Háskóla Íslands fjallaði á fundi sínum 18. febrúar 2016 um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, en áður hefur ráðið fjallað ítarlega um það málefni á nokkrum fundum, auk þess sem rektor og aðrir fulltrúar háskólans hafa átt viðræður við fjölmarga aðila á undangegnu ári. Einróma niðurstaða háskólaráðs er að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni nýtt til annarra þarfa, eftir því sem aðstæður leyfa. Forsendur ákvörðunar háskólaráðs eru eftirfarandi:Nám í íþróttafræði hefur verið að Laugarvatni síðan 1932. Áratugum saman var aðsókn meiri að náminu en unnt var að verða við. Undanfarinn áratug hefur aðsókn hins vegar farið mjög dvínandi og verið alls óviðunandi í nokkurn tíma. Skiptar skoðanir eru um ástæður þessa. Líklega er um fleiri en eina ástæðu að ræða en jafnframt ljóst, að mati háskólaráðs, að staðsetning námsins að Laugarvatni ein og sér hefur dregið verulega úr aðsókn að náminu.Menntun í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum er mjög mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og nauðsynlegt að aðstaða og umgjörð náms í þessum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í þessum greinum með góðum tækifærum á samnýtingu, samþættingu og samlegð við réttar aðstæður.Á síðasta ári voru unnar á vegum Háskóla Íslands tvær skýrslur um grunnnám í íþrótta- og heilsufræði og bornir saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa námið áfram að Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, þar sem meistaranám í greininni er. Fyrri skýrslan var unnin af þremur starfsmönnum miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands og hin síðari af fjórum kennurum námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði, forseta Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar þar sem námsbrautin er vistuð, rekstrarstjóra Menntavísindasviðs ásamt tveimur fulltrúum miðlægrar stjórnsýslu skólans.Í samtölum rektors Háskóla Íslands og fleiri starfsmanna skólans við þingmenn Suðurkjördæmis, fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila um staðsetningu íþrótta- og heilsufræði að Laugarvatni komu skýrt fram áhyggjur ef Háskóli Íslands yrði ekki áfram með starfsemi að Laugarvatni og einkum nám í íþrótta- og heilsufræði.Innan Háskóla Íslands hefur verið unnið að metnaðarfullum hugmyndum um áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni eftir að grunnnám í íþrótta- og heilsufræði yrði flutt til Reykjavíkur. Háskólaráði, fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis, Bláskógabyggðar og Háskólafélags Suðurlands hefur verið kynnt innihald þessara hugmynda. Í ljósi þessa samþykkir háskólaráð Háskóla Íslands:Grunnnám í íþrótta- og heilsufræði flyst til Reykjavíkur, en aðstaða á Laugarvatni verður nýtt áfram eftir því sem talið er ákjósanlegast í þágu háskólans. Haustið 2016 verður nám á 1. ári í Reykjavík, en nám á 2. og 3. ári áfram að Laugarvatni.Háskóli Íslands stefnir að því að vera með starfsemi að Laugarvatni sem mótuð yrði í samstarfi og samkomulagi við stjórnvöld, sveitarstjórn Bláskógabyggðar, Háskólafélag Suðurlands og eftir atvikum fleiri aðila er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu.Háskóli Íslands mun áfram kanna með framangreindum aðilum og akademískum stjórnendum innan skólans möguleika á áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni, að því gefnu að unnt verði að tryggja fjárhagslegan og faglegan grundvöll starfseminnar.
Tengdar fréttir Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Fundur háskólaráðs hófst klukkan 13 en að honum loknum verður framtíð íþróttakennaranáms á Laugarvatni ljósari. 18. febrúar 2016 13:09 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Fundur háskólaráðs hófst klukkan 13 en að honum loknum verður framtíð íþróttakennaranáms á Laugarvatni ljósari. 18. febrúar 2016 13:09