Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 18. febrúar 2016 13:09 Frá Laugarvatni. Mynd af vefsíðu Háskóla Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels