Innlent

Erill hjá lögreglunni í Eyjum: Nokkur líkamsárásarmál inn á borð lögreglu

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt.
Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og segir Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn að nóttin hafi verið svipuð þeirri síðustu.

„Það komu upp nokkur líkamsárásarmál og voru tveir fluttir á heilsugæslu til aðhlynningar. Árásirnar áttu sér bæði stað í Herjólfsdal sem og í miðbænum. Einn er nefbrotinn,“ segir Jóhannes. Tveir gistu fangageymslur lögreglu, báðir vegna líkamsárásarmála. Tvær árásir hafa verið kærðar til lögreglu.

Stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar kom upp aðfaranótt laugardagsins þar sem hald var lagt á um 100 grömm af kókaíni, 100 grömm af amfetamíni og 180 e-töflur. „Nítján fíkniefnamál hafa nú komið upp á hátíðinni í nótt,“ segir Jóhannes.

Lögregla notast við fjóra fíkniefnahunda á hatíðinni og eru sex lögreglumenn að störfum sem sinna þessum málaflokki eingöngu.

Lögregla í Vestmannaeyjum gaf það út fyrir hátíðina að ekki verði upplýst um möguleg kynferðisbrot á hátíðinni fyrr en að henni lokinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×