„Ánægð að hafa komið í veg fyrir að efnin færu í dreifingu inni á hátíðarsvæðinu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2016 19:30 Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi. Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi.
Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent