„Ánægð að hafa komið í veg fyrir að efnin færu í dreifingu inni á hátíðarsvæðinu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2016 19:30 Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi. Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi.
Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47