Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2016 06:00 Hlöðver slasaðist illa og er með mörg brotin rifbein. Hann brýnir borgaryfirvöld til verka. vísir/gva „Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent