Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2016 06:00 Hlöðver slasaðist illa og er með mörg brotin rifbein. Hann brýnir borgaryfirvöld til verka. vísir/gva „Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smellur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunarfærin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnishjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira