Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2016 12:30 Stór hluti Aleppo er rústir einar. Vísir/Getty Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn. Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Vöruflutningabifreiðar með hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Aleppo borgar í Sýrlandi hafa ekki komist til borgarinnar frá því samið var um vopnahlé milli stríðandi fylkinga fyrir sex dögum. Fjöldi vöruflutningabíla með hveiti sem duga á 159 þúsund manns og matarskammta fyrir 35 þúsund manns hafa beðið við landamæri Tyrklands og Sýrlands frá því á þriðjudag eftir leyfi til að halda til Aleppo. En vopnahlé fyrir milligöngu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands tók gildi sl. mánudag og hangir á bláþræði. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á herbúðir Sýrlandsstjórnar í norðurhluta Sýrlands í gær fyrir mistök. En Bandaríkjamenn töldu sig vera að ráðast á vígi ISIS eins og friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að þeir geri ásamt Rússum. Árásunum var hætt þegar Rússar létu Bandaríkjamenn vita að þeir kynnu að hafa ráðist á sýrlenska hermenn og ökutæki þeirra. Háttsettur embættismaður í stjórn Barack Obama forseta harmaði mistökin í yfirlýsingu. Það er prófsteinn á vopnahléð að alþjóðsamfélaginu takist að koma hjálpargögnum til Aleppo, annar stærstu borgar Sýrlands. Þar ríkir algert hörmungarástand og borgin er klofin í tvennt því sýrlenski stjórnarherinn ræður örðum helmingi hennar og sveitir uppreisnarmanna hinum. Borgin er nánast í rúst og íbúarnir hafa lítið sem ekkert að bíta og brenna. Eitt meginmarkmiða vopnahlésins er að koma stríðandi fylkingum að samningaborði til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi sem staðið hefur yfir í fimm ár. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segist vona að eitthvað af hjálpargögnunum komist til Aleppo í dag. Vopnahéð hefur verið brotið af báðum aðilum með smábardögum hér og þar og ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra íbúanna né koma á alvöru friðarviðræðum í bráð, kann vopnahléð að renna út í sandinn.
Tengdar fréttir Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15 Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Átök í Mið-Austurlöndum hafa þurrkað út hagvöxt heillar kynslóðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að alþjóðasamfélagið þurfi að vera reiðubúið fyrir umfangsmikla þróunaraðstoð á svæðinu varðandi uppbyggingu stofnana og innviða. 16. september 2016 15:15
Bandarískir sérsveitarmenn kallaðir krossfarar og heiðingjar Reknir á brott af uppreisnarmönnum sem studdir eru af Bandaríkjunum. 16. september 2016 16:51
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33