Ólafur Páll: Veigar Páll getur hjálpað okkur að skora fleiri mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 13:45 Ólafur Páll Snorrason fagnar komu Veigars Páls Gunnarssonar. vísir/ernir Eins og Vísir greindi frá í dag er Veigar Páll Gunnarsson genginn í raðir Íslandsmeistara FH en hann samdi við Hafnafjarðarliðið til eins árs í dag. Veigar Páll spilaði síðustu fjögur tímabil með Stjörnunni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014. Hann byrjaði aðeins þrjá leiki á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk í 17 leikjum. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hinsvegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara inn á fótboltavellinum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH, við Vísi í dag en hann sat blaðamannafundinn með Veigari.Sjá einnig:Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll mun samhliða því að spila með FH þjálfa í afreksskóla félagsins en FH-ingar ætla honum stóra hluti í framtíðinni og ekki bara inn á vellinum. „Hluti af komu hans hingað er við sjáum í framtíðinni fyrir okkur að hann verði öflugur þjálfari. Hann tekur að sér ákveðið hlutverk í afreksskóla FH. Það eru upphafið en vonandi ílengist hann inn á vellinum líka,“ sagði Ólafur Páll.Veigar Páll Gunnarsson skrifar undir við FH í dag.vísir/ernirErum að skoða okkar mál Ólafur Páll segir FH vera að vinna í sínum leikmannamálum en liðið hefur engan misst og engan fengið fyrir utan Veigar Pál. „FH er engin undantekning er varðar að leita sér að leikmönnum á þessum tíma árs. Við erum að vinna í nokkrum málum og vonandi ganga hlutirnir upp á næstu dögum eða vikum,“ sagði hann. „Það eru ekki margir leikmenn á lausu en þetta er alltaf eins. Þeir sem eru lausir skoða sína mál og velja svo og hafna.“ FH-liðið átti í vandræðum með að skora mörk á síðustu leiktíð en liðið skoraði aðeins 32 mörk á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýna á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ sagði Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll Gunnarsson fann sig knúinn til að yfirgefa uppeldisfélagið þar sem hann fékk lítið að spila í sumar. Hann er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. 18. október 2016 11:21 Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag er Veigar Páll Gunnarsson genginn í raðir Íslandsmeistara FH en hann samdi við Hafnafjarðarliðið til eins árs í dag. Veigar Páll spilaði síðustu fjögur tímabil með Stjörnunni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014. Hann byrjaði aðeins þrjá leiki á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk í 17 leikjum. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hinsvegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara inn á fótboltavellinum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH, við Vísi í dag en hann sat blaðamannafundinn með Veigari.Sjá einnig:Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll mun samhliða því að spila með FH þjálfa í afreksskóla félagsins en FH-ingar ætla honum stóra hluti í framtíðinni og ekki bara inn á vellinum. „Hluti af komu hans hingað er við sjáum í framtíðinni fyrir okkur að hann verði öflugur þjálfari. Hann tekur að sér ákveðið hlutverk í afreksskóla FH. Það eru upphafið en vonandi ílengist hann inn á vellinum líka,“ sagði Ólafur Páll.Veigar Páll Gunnarsson skrifar undir við FH í dag.vísir/ernirErum að skoða okkar mál Ólafur Páll segir FH vera að vinna í sínum leikmannamálum en liðið hefur engan misst og engan fengið fyrir utan Veigar Pál. „FH er engin undantekning er varðar að leita sér að leikmönnum á þessum tíma árs. Við erum að vinna í nokkrum málum og vonandi ganga hlutirnir upp á næstu dögum eða vikum,“ sagði hann. „Það eru ekki margir leikmenn á lausu en þetta er alltaf eins. Þeir sem eru lausir skoða sína mál og velja svo og hafna.“ FH-liðið átti í vandræðum með að skora mörk á síðustu leiktíð en liðið skoraði aðeins 32 mörk á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýna á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll Gunnarsson fann sig knúinn til að yfirgefa uppeldisfélagið þar sem hann fékk lítið að spila í sumar. Hann er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. 18. október 2016 11:21 Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll Gunnarsson fann sig knúinn til að yfirgefa uppeldisfélagið þar sem hann fékk lítið að spila í sumar. Hann er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. 18. október 2016 11:21
Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00