Ólafur Páll: Veigar Páll getur hjálpað okkur að skora fleiri mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2016 13:45 Ólafur Páll Snorrason fagnar komu Veigars Páls Gunnarssonar. vísir/ernir Eins og Vísir greindi frá í dag er Veigar Páll Gunnarsson genginn í raðir Íslandsmeistara FH en hann samdi við Hafnafjarðarliðið til eins árs í dag. Veigar Páll spilaði síðustu fjögur tímabil með Stjörnunni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014. Hann byrjaði aðeins þrjá leiki á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk í 17 leikjum. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hinsvegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara inn á fótboltavellinum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH, við Vísi í dag en hann sat blaðamannafundinn með Veigari.Sjá einnig:Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll mun samhliða því að spila með FH þjálfa í afreksskóla félagsins en FH-ingar ætla honum stóra hluti í framtíðinni og ekki bara inn á vellinum. „Hluti af komu hans hingað er við sjáum í framtíðinni fyrir okkur að hann verði öflugur þjálfari. Hann tekur að sér ákveðið hlutverk í afreksskóla FH. Það eru upphafið en vonandi ílengist hann inn á vellinum líka,“ sagði Ólafur Páll.Veigar Páll Gunnarsson skrifar undir við FH í dag.vísir/ernirErum að skoða okkar mál Ólafur Páll segir FH vera að vinna í sínum leikmannamálum en liðið hefur engan misst og engan fengið fyrir utan Veigar Pál. „FH er engin undantekning er varðar að leita sér að leikmönnum á þessum tíma árs. Við erum að vinna í nokkrum málum og vonandi ganga hlutirnir upp á næstu dögum eða vikum,“ sagði hann. „Það eru ekki margir leikmenn á lausu en þetta er alltaf eins. Þeir sem eru lausir skoða sína mál og velja svo og hafna.“ FH-liðið átti í vandræðum með að skora mörk á síðustu leiktíð en liðið skoraði aðeins 32 mörk á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýna á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ sagði Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll Gunnarsson fann sig knúinn til að yfirgefa uppeldisfélagið þar sem hann fékk lítið að spila í sumar. Hann er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. 18. október 2016 11:21 Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag er Veigar Páll Gunnarsson genginn í raðir Íslandsmeistara FH en hann samdi við Hafnafjarðarliðið til eins árs í dag. Veigar Páll spilaði síðustu fjögur tímabil með Stjörnunni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014. Hann byrjaði aðeins þrjá leiki á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk í 17 leikjum. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hinsvegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara inn á fótboltavellinum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH, við Vísi í dag en hann sat blaðamannafundinn með Veigari.Sjá einnig:Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll mun samhliða því að spila með FH þjálfa í afreksskóla félagsins en FH-ingar ætla honum stóra hluti í framtíðinni og ekki bara inn á vellinum. „Hluti af komu hans hingað er við sjáum í framtíðinni fyrir okkur að hann verði öflugur þjálfari. Hann tekur að sér ákveðið hlutverk í afreksskóla FH. Það eru upphafið en vonandi ílengist hann inn á vellinum líka,“ sagði Ólafur Páll.Veigar Páll Gunnarsson skrifar undir við FH í dag.vísir/ernirErum að skoða okkar mál Ólafur Páll segir FH vera að vinna í sínum leikmannamálum en liðið hefur engan misst og engan fengið fyrir utan Veigar Pál. „FH er engin undantekning er varðar að leita sér að leikmönnum á þessum tíma árs. Við erum að vinna í nokkrum málum og vonandi ganga hlutirnir upp á næstu dögum eða vikum,“ sagði hann. „Það eru ekki margir leikmenn á lausu en þetta er alltaf eins. Þeir sem eru lausir skoða sína mál og velja svo og hafna.“ FH-liðið átti í vandræðum með að skora mörk á síðustu leiktíð en liðið skoraði aðeins 32 mörk á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýna á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll Gunnarsson fann sig knúinn til að yfirgefa uppeldisfélagið þar sem hann fékk lítið að spila í sumar. Hann er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. 18. október 2016 11:21 Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Veigar Páll: Staða mín hjá Stjörnunni hefði versnað Veigar Páll Gunnarsson fann sig knúinn til að yfirgefa uppeldisfélagið þar sem hann fékk lítið að spila í sumar. Hann er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. 18. október 2016 11:21
Veigar Páll samdi við meistarana Veigar Páll Gunnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH frá Stjörnunni. 18. október 2016 11:00