Viðræðum flokkanna fimm slitið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 14:45 Frá fundinum. vísir/anton brink Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15
Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15