Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Snærós Sindradóttir skrifar 10. desember 2016 07:15 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, velti upp möguleikanum á að mynda þjóðstjórn. Hún gæti litið einhvern veginn svona út. Vísir/Vilhelm Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Í dag eru sex vikur frá kosningum. Tvær formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafa runnið út í sandinn, tvær óformlegar en opinberar viðræður sömuleiðis og þær óformlegu viðræður sem standa yfir núna hafa dregist á langinn frá því Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ætla að skila stjórnarmyndunarumboðinu strax ef ekki næðist lending í fimm flokka viðræðurnar. Þegar óformlegar viðræður Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks sigldu í strand lét Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hafa eftir sér að þjóðstjórn allra flokka gæti verið skynsamleg lausn til að mynda meirihluta á þingi svo boða megi aftur til kosninga.Bjarni Benediktsson. Fréttablaðið/GVABjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sömuleiðis ljáð máls á öðrum þingkosningum. „Ef það er niðurstaðan af átökum á vettvangi stjórnmálanna á þessu ári að það hafi einhvern veginn komið þannig upp úr kjörkössunum að það er ekki hægt að raða saman kubbunum þannig að það sé traust til staðar og sameiginleg sýn á verkefnin, nú þá er ekkert að því mín vegna að það sé kosið aftur,“ sagði Bjarni í Kastljósi á þriðjudag. Alþingiskosningar áttu að fara fram næsta vor en var flýtt vegna þeirra aðstæðna í stjórnmálum sem sköpuðust þegar flett var ofan af aflandseignum forsætisráðherrahjónanna í fjölmiðlum.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, segir að sömu reglur gildi um þingrof og boð til alþingiskosninga við þessar aðstæður sem aðrar. Sigurður Ingi Jóhannsson er enn starfandi forsætisráðherra og ákvörðun um þingrof og kosningar yrði að vera tekin af honum og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Vandinn með þetta, eins og með stjórnarmyndanir, er að reglurnar segja tiltölulega lítið en pólitíkin ræður meira. Einu formlegu reglurnar sem við höfum eru reglurnar um þingrof en það er stjórnmálanna að reyna að haga þessu skynsamlega.“ Þrátt fyrir að Sigurður Ingi sé forsætisráðherra sé það ekki svo einfalt að hann geti sjálfur rofið þing og boðið til kosninga. „Það þarf alltaf bæði forseta og forsætisráðherra til að boða til kosninga. Þetta er nefnilega vel hannað hjá okkur. Það að boða til kosninga er auðvitað alvörumál.“ Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, minnist þess ekki að boðað hafi verið til kosninga áður án þess að ríkisstjórn hafi verið mynduð í millitíðinni. „Það var kosið 25. júní 1978 og aftur í desember 1979. Þá var í raun og veru stjórnarkreppa sem leiddi til þess að kosið var aftur fljótlega. Í september 1978 myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en hún var sprungin ári seinna.“ Ragnheiður segir þó ástandið núna ekki langa stjórnarkreppu í sögulegu samhengi. Dæmi séu um að ríkisstjórnir hafi verið myndaðar tæplega þremur mánuðum eftir alþingiskosningar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira