Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Snærós Sindradóttir skrifar 9. desember 2016 07:15 Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu fjóra daga. Enn er þó langt í langt. Fundað verður áfram um helgina. Vísir/Eyþór Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Innlent Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Innlent Fleiri fréttir Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Sjá meira
Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Sunnan stormur og ekkert ferðaveður Innlent Færri fá jólatré en vilja Innlent Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Innlent Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Innlent Fleiri fréttir Töluverður viðbúnaður vegna hóps fólks sem hefur verið fastur í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Sjá meira