Mikill fjöldi Kúrda handtekinn eftir hryðjuverkaárásirnar á laugardag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2016 20:07 Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fjölda Kúrda eftir hryðjuverkaárásirnar við Vodafone- leikvanginn í Istanbúl í fyrrakvöld. Klofningshópur úr Verkamannaflokki Kúrdistans lýstu yfir ábyrgð á sprengingunum síðdegis í gær. Ólga hefur verið í Tyrklandi síðustu misseri eftir valdaránstilraunina í sumar. Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu tvær við heimavöll knattspyrnuliðsins Besiktas notuðu þrjú til fjögurhundruð kíló af sprengiefni í tveimur sprengjum sem sprungu með tæplega mínútu millibili. Þrjátíu og átta eru staðfestir látnir og hundrað fimmtíu og fimm særðir flestir þeirra liðsmenn öryggislögreglunnar. Í aðgerðum lögreglunnar síðasta sólarhringinn hefur lögreglan í Tyrklandi handtekið hundrað og átján embættismenn, þar af forystumenn Lýðræðisflokks alþýðunnar í Istanbúl og Ankara sem er helsti stjórnmálaflokkur Kúrda. Klofningshópur úr PKK, skæruliðasamtökum Kúrda sem kalla sig Frelsisfálkar Kúrdistans eða TAK, lýstu yfir ábyrgð á sprengingunni í gær sem og öðrum árásum sem gerðar hafa verið í Tyrklandi á þessu ári. Tengsl hópanna tveggja hafa verið óljós en þeir eiga það sameiginlega að vera álitnir hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn og Bretar líta þeim augum á TAK en Sameinuðu þjóðirnar, Kína og Indland gera það hins vegar ekki. Atlantshafsbandalagið, Bandaríkin og Evrópusambandið líta hins vegar á PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan forseti hélt fund með öryggisráði Tyrklands í gær þar sem aðgerðir gegn skæruliðahópum voru ræddar en ólga hefur verið í landinu undanfarin misseri sem náði hámarki með valdaránstilrauninni um miðjan júlí. Angela Merkel kanslari Þýskalands hvatti í dag Erdogan Tyrklandsforseta til þess að sýnt stillingu og fylgja eftir lögum í viðbrögðum sínum við hryðjuverkunum en Erdogan hefur lagt til miklar breytingar á stjórnkerfi landsins. Í gær bárust fregnir af því að forsetinn hafi lagt fram frumvarp um að embætti forsætisráðherra landsins yrði lagt niður og völdin færð til forsetans. Í drögum að lögunum kemur fram að forsetinn fá meðal annars vald til þess að tilnefna sex af tólf æðstu embættismönnum í dómskerfi landsins og myndi hafa alhliða vald til þess að stjórna landinu með tilskipunum. Margir telja þó frumvarpið færa Tyrkland í burtu frá meginreglum lýðræðis og réttarríkis. Tengdar fréttir Saka kúrdíska skæruliða um sprengjuárásina Yfirvöld í Tyrklandi segja að ýmislegt bendi til þess að kúrdískir skæruliðar hafi staðið að baki sprengjunum tveimur sem urðu minnst 38 að bana. 11. desember 2016 11:01 38 létust í Istanbúl 39 létust og minnst 166 særðust í sprengingunum tveimur fyrir utan knattspyrnuvöll í Istanbúl í Tyrklandi í gær 11. desember 2016 07:10 Frelsisfálkar lýsa yfir ábyrgð í Tyrklandi Hópur herskárra Kúrda hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni í Istanbúl á laugardag. 38 fórust í sprengingunni, flestir voru lögreglumenn. Tugir eru særðir. Hópurinn er tengdur verkamannaflokki Kúrda sem er hryðjuverkasamtök. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fjölda Kúrda eftir hryðjuverkaárásirnar við Vodafone- leikvanginn í Istanbúl í fyrrakvöld. Klofningshópur úr Verkamannaflokki Kúrdistans lýstu yfir ábyrgð á sprengingunum síðdegis í gær. Ólga hefur verið í Tyrklandi síðustu misseri eftir valdaránstilraunina í sumar. Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu tvær við heimavöll knattspyrnuliðsins Besiktas notuðu þrjú til fjögurhundruð kíló af sprengiefni í tveimur sprengjum sem sprungu með tæplega mínútu millibili. Þrjátíu og átta eru staðfestir látnir og hundrað fimmtíu og fimm særðir flestir þeirra liðsmenn öryggislögreglunnar. Í aðgerðum lögreglunnar síðasta sólarhringinn hefur lögreglan í Tyrklandi handtekið hundrað og átján embættismenn, þar af forystumenn Lýðræðisflokks alþýðunnar í Istanbúl og Ankara sem er helsti stjórnmálaflokkur Kúrda. Klofningshópur úr PKK, skæruliðasamtökum Kúrda sem kalla sig Frelsisfálkar Kúrdistans eða TAK, lýstu yfir ábyrgð á sprengingunni í gær sem og öðrum árásum sem gerðar hafa verið í Tyrklandi á þessu ári. Tengsl hópanna tveggja hafa verið óljós en þeir eiga það sameiginlega að vera álitnir hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn og Bretar líta þeim augum á TAK en Sameinuðu þjóðirnar, Kína og Indland gera það hins vegar ekki. Atlantshafsbandalagið, Bandaríkin og Evrópusambandið líta hins vegar á PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan forseti hélt fund með öryggisráði Tyrklands í gær þar sem aðgerðir gegn skæruliðahópum voru ræddar en ólga hefur verið í landinu undanfarin misseri sem náði hámarki með valdaránstilrauninni um miðjan júlí. Angela Merkel kanslari Þýskalands hvatti í dag Erdogan Tyrklandsforseta til þess að sýnt stillingu og fylgja eftir lögum í viðbrögðum sínum við hryðjuverkunum en Erdogan hefur lagt til miklar breytingar á stjórnkerfi landsins. Í gær bárust fregnir af því að forsetinn hafi lagt fram frumvarp um að embætti forsætisráðherra landsins yrði lagt niður og völdin færð til forsetans. Í drögum að lögunum kemur fram að forsetinn fá meðal annars vald til þess að tilnefna sex af tólf æðstu embættismönnum í dómskerfi landsins og myndi hafa alhliða vald til þess að stjórna landinu með tilskipunum. Margir telja þó frumvarpið færa Tyrkland í burtu frá meginreglum lýðræðis og réttarríkis.
Tengdar fréttir Saka kúrdíska skæruliða um sprengjuárásina Yfirvöld í Tyrklandi segja að ýmislegt bendi til þess að kúrdískir skæruliðar hafi staðið að baki sprengjunum tveimur sem urðu minnst 38 að bana. 11. desember 2016 11:01 38 létust í Istanbúl 39 létust og minnst 166 særðust í sprengingunum tveimur fyrir utan knattspyrnuvöll í Istanbúl í Tyrklandi í gær 11. desember 2016 07:10 Frelsisfálkar lýsa yfir ábyrgð í Tyrklandi Hópur herskárra Kúrda hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni í Istanbúl á laugardag. 38 fórust í sprengingunni, flestir voru lögreglumenn. Tugir eru særðir. Hópurinn er tengdur verkamannaflokki Kúrda sem er hryðjuverkasamtök. 12. desember 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Saka kúrdíska skæruliða um sprengjuárásina Yfirvöld í Tyrklandi segja að ýmislegt bendi til þess að kúrdískir skæruliðar hafi staðið að baki sprengjunum tveimur sem urðu minnst 38 að bana. 11. desember 2016 11:01
38 létust í Istanbúl 39 létust og minnst 166 særðust í sprengingunum tveimur fyrir utan knattspyrnuvöll í Istanbúl í Tyrklandi í gær 11. desember 2016 07:10
Frelsisfálkar lýsa yfir ábyrgð í Tyrklandi Hópur herskárra Kúrda hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni í Istanbúl á laugardag. 38 fórust í sprengingunni, flestir voru lögreglumenn. Tugir eru særðir. Hópurinn er tengdur verkamannaflokki Kúrda sem er hryðjuverkasamtök. 12. desember 2016 07:00