Vill draga Blair fyrir dómstóla vegna Íraks Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Fjölmargir hafa kallað eftir réttarhöldum yfir Blair vegna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu. Nordicphotos/AFP Bretland Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins í breska þinginu og fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, leitar eftir stuðningi annarra stjórnmálaflokka í Bretlandi við að endurvekja tillögu um að draga Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla fyrir að hafa afvegaleitt þing og þjóð vegna innrásarinnar í Írak árið 2003. Tilefnið er útgáfa Chilcot-skýrslunnar um hlutverk Bretlands í Íraksstríðinu. Skýrslan kemur út í júní og telur Salmond að þar megi finna sönnunargögn sem renni stoðum undir það sjónarmið að draga eigi Blair fyrir dómstóla.Alex SalmondBlair er sagður hafa afvegaleitt breska þingið og almenning í umræðum um stríðið, auk þess að hafa sett fram órökstuddar fullyrðingar um stríðið og gert leynilegt samkomulag við George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, fyrir stríðið um að koma Saddam Hussein, þáverandi Íraksforseta, frá völdum. Dómstólaleiðin sem Salmond kallar eftir er aldagömul og hefur ekki verið beitt frá árinu 1806. Með henni færi breska lávarðadeildin með hlutverk dómstóls. Yrði sú leið farin er Salmond samt sem áður þeirrar skoðunar að Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn ætti einnig að taka málið upp. „Mín skoðun er sú að best væri að fara með málið fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn því að þar getur saksóknarinn sjálfur haft frumkvæði að aðgerðum byggðum á viðeigandi sönnunargögnum sem ég tel að muni koma fram í Chilcot-skýrslunni,“ sagði Salmond í samtali við The Times. Reynt hefur verið að fá réttað yfir Blair frá 2004 en það hefur enn engan árangur borið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Bretland Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins í breska þinginu og fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, leitar eftir stuðningi annarra stjórnmálaflokka í Bretlandi við að endurvekja tillögu um að draga Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla fyrir að hafa afvegaleitt þing og þjóð vegna innrásarinnar í Írak árið 2003. Tilefnið er útgáfa Chilcot-skýrslunnar um hlutverk Bretlands í Íraksstríðinu. Skýrslan kemur út í júní og telur Salmond að þar megi finna sönnunargögn sem renni stoðum undir það sjónarmið að draga eigi Blair fyrir dómstóla.Alex SalmondBlair er sagður hafa afvegaleitt breska þingið og almenning í umræðum um stríðið, auk þess að hafa sett fram órökstuddar fullyrðingar um stríðið og gert leynilegt samkomulag við George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, fyrir stríðið um að koma Saddam Hussein, þáverandi Íraksforseta, frá völdum. Dómstólaleiðin sem Salmond kallar eftir er aldagömul og hefur ekki verið beitt frá árinu 1806. Með henni færi breska lávarðadeildin með hlutverk dómstóls. Yrði sú leið farin er Salmond samt sem áður þeirrar skoðunar að Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn ætti einnig að taka málið upp. „Mín skoðun er sú að best væri að fara með málið fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn því að þar getur saksóknarinn sjálfur haft frumkvæði að aðgerðum byggðum á viðeigandi sönnunargögnum sem ég tel að muni koma fram í Chilcot-skýrslunni,“ sagði Salmond í samtali við The Times. Reynt hefur verið að fá réttað yfir Blair frá 2004 en það hefur enn engan árangur borið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira