„Á negri að vera andlit Íslands út á við?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. maí 2016 14:42 Unnsteinn Manúel og Lúna vöktu mikla athygli í Eurovisionkeppninni á laugardag. Vísir Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar heldur áfram baráttu sinni gegn rasisma á Íslandi með færslum sínum á Facebook.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.Í gær deildi hún meðal annars skjáskotum af tveimur einstaklingum sem höfðu tjáð andúð sína á því að Unnsteinn Manúel Stefánsson hafi verið fenginn til þess að kynna niðurstöðu dómnefndar í Eurovision keppninni á laugardag. Þar ritar annar þeirra meðal annars; „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við? Svona svipað og Íslendingur væri andlit Kína út á við. [...] Ætti að skipta þessum kynnir út fyrir Íslending.“ Því næst birtir hún skjáskot sem tekin er af ummæla kerfi Vísis. Þar tjáir annar netverji sig um valið á Unnstein með orðunum; „hvernig í helvíti er svartur maður að tala fyrir Ísland?“.Sema talar um að Íslendingar séu orðnir ófeimnari við að tjá rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook.VísirEr fólk að sigla undir fölsku flaggi?„Mér finnst það vera að aukast að fólk tjái rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook,“ segir Sema sem veltir því þó fyrir sér hvort þarna séu aðilar á ferð með tilbúna Facebook reikninga á ferð. „Nettröllunum fækkar og fólk er að koma í miklu meira mæli fram undir réttu nafni. Með mynd af barnabörnunum í prófíl undir einhverjum ógeðslegum hatursáróðri.“ Fyrr á þessu ári birti Sema færslur sem sýndu persónuárásir í hennar garð vegna ummæla hennar um fjölmenningu á Íslandi. Síðan þá hefur hún deilt nokkrum færslum þar sem hún bendir á rasisma á Íslandi. Hún er því að verða eins konar rasisma-lögga Íslands á netinu. Svo mikil eru áhrif hennar að fólk er byrjað að hafa samband við hana að fyrra bragði sjái það vott um rasisma í samfélaginu. „Það er nú með því betra sem ég hef verið kölluð. Þetta vinnst í sameiningu og við þurfum að standa saman á vaktinni.“ Í sömu færslu birti hún einnig myndir af límmiðum sem hefur verið komið fyrir á strætóskýlum, inn á almennings salernum og fleira sem sýna beinan hatursáróður gegn blökkufólki.Segir það auka áreiti þegar áhersla sé lögð á að benda á rasískar skoðanir annarra á Facebook eða í fjölmiðlum.VísirÆttum ekki að eyða of miklu púðri í rasísk ummæliUnnsteinn Manuel Stefánsson vill ekkert tjá sig um fólkið sem hér um ræðir þar sem það dæmi sig sjálft með orðum sínum. Hann segist líka vera lítið hrifinn af því að aðrir séu að deila skjáskotum og öðru af rasískum ummælum á Facebook, hvort sem það er í garð hans eða annarra. „Þegar fólk gerir svona þá eru mjög margir krakkar um allt land sem þurfa enn og aftur að fara efast um tilverurétt sinn. Þegar fólk sér að það er til fólk sem hugsar svona hérna þá verður áreitið bara enn meira fyrir vikið. Þetta er svo lítill hluti af stóra samhenginu því það er lítið um kynþáttafordóma á Íslandi. Ég skil alveg að það skapist umræða og fólk fái sjokk þegar fólk póstar svona en við ættum ekki að vera eyða of miklu púðri í það, ekkert frekar en að við eigum að vera tala of mikið um hugmyndir Breivik. Það er ekki það að ég sé að mæla með þöggun heldur liggur baráttan annars staðar. Til dæmis í umræðunni um Islam þá eru ansi margir sem þyrftu að hugsa sinn gang." Það kann að vera að Unnsteinn hafi lög að mæla því vissulega skapaðist meiri umræða um hundinn Lunu á netinu eftir framkomu hans á laugardag en eitthvað annað. „Hugmyndin kom frá stóra bróður mínum. Ég átti að senda þeim hjá RÚV fyrir löngu hvað ég ætlaði að segja. Mér datt ekkert fyndið í hug. Logi litli bróðir sagði mér að ef mér dytti ekkert fyndið í hug ætti ég ekki að vera reyna það. Ég vissi vel að öllum myndi finnast Lunu yndisleg sem var raunin.“ Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar heldur áfram baráttu sinni gegn rasisma á Íslandi með færslum sínum á Facebook.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar.Í gær deildi hún meðal annars skjáskotum af tveimur einstaklingum sem höfðu tjáð andúð sína á því að Unnsteinn Manúel Stefánsson hafi verið fenginn til þess að kynna niðurstöðu dómnefndar í Eurovision keppninni á laugardag. Þar ritar annar þeirra meðal annars; „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við? Svona svipað og Íslendingur væri andlit Kína út á við. [...] Ætti að skipta þessum kynnir út fyrir Íslending.“ Því næst birtir hún skjáskot sem tekin er af ummæla kerfi Vísis. Þar tjáir annar netverji sig um valið á Unnstein með orðunum; „hvernig í helvíti er svartur maður að tala fyrir Ísland?“.Sema talar um að Íslendingar séu orðnir ófeimnari við að tjá rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook.VísirEr fólk að sigla undir fölsku flaggi?„Mér finnst það vera að aukast að fólk tjái rasískar skoðanir sínar undir nafni á Facebook,“ segir Sema sem veltir því þó fyrir sér hvort þarna séu aðilar á ferð með tilbúna Facebook reikninga á ferð. „Nettröllunum fækkar og fólk er að koma í miklu meira mæli fram undir réttu nafni. Með mynd af barnabörnunum í prófíl undir einhverjum ógeðslegum hatursáróðri.“ Fyrr á þessu ári birti Sema færslur sem sýndu persónuárásir í hennar garð vegna ummæla hennar um fjölmenningu á Íslandi. Síðan þá hefur hún deilt nokkrum færslum þar sem hún bendir á rasisma á Íslandi. Hún er því að verða eins konar rasisma-lögga Íslands á netinu. Svo mikil eru áhrif hennar að fólk er byrjað að hafa samband við hana að fyrra bragði sjái það vott um rasisma í samfélaginu. „Það er nú með því betra sem ég hef verið kölluð. Þetta vinnst í sameiningu og við þurfum að standa saman á vaktinni.“ Í sömu færslu birti hún einnig myndir af límmiðum sem hefur verið komið fyrir á strætóskýlum, inn á almennings salernum og fleira sem sýna beinan hatursáróður gegn blökkufólki.Segir það auka áreiti þegar áhersla sé lögð á að benda á rasískar skoðanir annarra á Facebook eða í fjölmiðlum.VísirÆttum ekki að eyða of miklu púðri í rasísk ummæliUnnsteinn Manuel Stefánsson vill ekkert tjá sig um fólkið sem hér um ræðir þar sem það dæmi sig sjálft með orðum sínum. Hann segist líka vera lítið hrifinn af því að aðrir séu að deila skjáskotum og öðru af rasískum ummælum á Facebook, hvort sem það er í garð hans eða annarra. „Þegar fólk gerir svona þá eru mjög margir krakkar um allt land sem þurfa enn og aftur að fara efast um tilverurétt sinn. Þegar fólk sér að það er til fólk sem hugsar svona hérna þá verður áreitið bara enn meira fyrir vikið. Þetta er svo lítill hluti af stóra samhenginu því það er lítið um kynþáttafordóma á Íslandi. Ég skil alveg að það skapist umræða og fólk fái sjokk þegar fólk póstar svona en við ættum ekki að vera eyða of miklu púðri í það, ekkert frekar en að við eigum að vera tala of mikið um hugmyndir Breivik. Það er ekki það að ég sé að mæla með þöggun heldur liggur baráttan annars staðar. Til dæmis í umræðunni um Islam þá eru ansi margir sem þyrftu að hugsa sinn gang." Það kann að vera að Unnsteinn hafi lög að mæla því vissulega skapaðist meiri umræða um hundinn Lunu á netinu eftir framkomu hans á laugardag en eitthvað annað. „Hugmyndin kom frá stóra bróður mínum. Ég átti að senda þeim hjá RÚV fyrir löngu hvað ég ætlaði að segja. Mér datt ekkert fyndið í hug. Logi litli bróðir sagði mér að ef mér dytti ekkert fyndið í hug ætti ég ekki að vera reyna það. Ég vissi vel að öllum myndi finnast Lunu yndisleg sem var raunin.“
Tengdar fréttir Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13 Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43 Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. 3. janúar 2016 11:13
Sema Erla birtir fleiri hatursummæli Sema Erla Serdar segist hafa áhyggjur af rasismanum sem hún segir vera að festa sig í sessi í íslensku samfélagi. 20. mars 2016 23:43
Byggjum samfélag jöfnuðar, réttlætis og virðingar! Allir þjóðfélagsþegnar skulu, fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu 30. apríl 2016 07:00