Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 3. janúar 2016 11:13 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. „Ég birti þetta vegna þess að ég sé engan tilgang í því að fela mannhatur, eins og oft er að finna á netinu, og fólk verður einfaldlega að standa með því á stærri vettvangi en þau halda oft að þau séu að birta slík ummæli á.“ Þetta skrifar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Kópavogi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni frá því í gærkvöldi. Sema, sem er mikill talsmaður fjölmenningar á Íslandi og sjálf af tyrkneskum ættum, birtir þar nokkur ummæli um sig af samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum þar sem hún er meðal annars kölluð tæfa, bullukolla og barnaleg. Sema er sögð vilja „múslima-væða þjóðina“ og einn ýjar að því að hún og fjölskylda hennar eigi að sitja inni fyrir fíkniefnasmygl. „Þegar ég hóf þátttöku í opinberri stjórnmálaumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan vissi ég að sjálfsögðu út í hvað ég væri að fara og við hverju mátti búast, sérstaklega vegna uppruna míns og nafns,“ skrifar Sema. „Ég lærði fljótt að láta „virka í athugasemdum“ og aðra brjálæðinga í umræðunni ekki hafa of mikil áhrif á mig [...] enda segja persónuárásir ávallt meira um þann sem þær stundar.“ Sema hefur þó nokkuð reglulega birt ummæli sem þessi á Facebook-síðu sinni. Hún segir það ekki gert til að kaupa samúð, enda sé orðið „hálfgert samasemmerki“ milli þátttöku í samfélagsumræðu og netníðs, en henni sé ofboðið og hún ætli ekki að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í slíku. Hún vonast til þess að mögulega einn eða tveir hugsi sig um áður en þeir endurtaki leikinn.Færslu Semu Erlu má sjá hér að neðan.Þegar ég hóf þátttöku í opinberri samfélagsumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan þá vissi...Posted by Sema Erla Serdar on 2. janúar 2016 Tengdar fréttir Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Ég birti þetta vegna þess að ég sé engan tilgang í því að fela mannhatur, eins og oft er að finna á netinu, og fólk verður einfaldlega að standa með því á stærri vettvangi en þau halda oft að þau séu að birta slík ummæli á.“ Þetta skrifar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Kópavogi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni frá því í gærkvöldi. Sema, sem er mikill talsmaður fjölmenningar á Íslandi og sjálf af tyrkneskum ættum, birtir þar nokkur ummæli um sig af samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum þar sem hún er meðal annars kölluð tæfa, bullukolla og barnaleg. Sema er sögð vilja „múslima-væða þjóðina“ og einn ýjar að því að hún og fjölskylda hennar eigi að sitja inni fyrir fíkniefnasmygl. „Þegar ég hóf þátttöku í opinberri stjórnmálaumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan vissi ég að sjálfsögðu út í hvað ég væri að fara og við hverju mátti búast, sérstaklega vegna uppruna míns og nafns,“ skrifar Sema. „Ég lærði fljótt að láta „virka í athugasemdum“ og aðra brjálæðinga í umræðunni ekki hafa of mikil áhrif á mig [...] enda segja persónuárásir ávallt meira um þann sem þær stundar.“ Sema hefur þó nokkuð reglulega birt ummæli sem þessi á Facebook-síðu sinni. Hún segir það ekki gert til að kaupa samúð, enda sé orðið „hálfgert samasemmerki“ milli þátttöku í samfélagsumræðu og netníðs, en henni sé ofboðið og hún ætli ekki að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í slíku. Hún vonast til þess að mögulega einn eða tveir hugsi sig um áður en þeir endurtaki leikinn.Færslu Semu Erlu má sjá hér að neðan.Þegar ég hóf þátttöku í opinberri samfélagsumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan þá vissi...Posted by Sema Erla Serdar on 2. janúar 2016
Tengdar fréttir Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13