Einar: Ef þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég Anton Ingi Leifsson skrifar 17. maí 2016 19:45 Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að hann geri engar kröfur um að byrja í markinu í næsta leik. Einar fór á kostum í 3-0 sigri á ÍA í gær þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu. Einar kom óvænt inn í hóp Ólsara fyrir skömmu, en eftir að Cristian Martinez Liberato meiddist í síðasta leik þurfti Einar að fara í markið í gær. „Takk fyrir það. Það er alltaf fínt að vera á sjó," sagði Einar þegar Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, bauð hann velkominn í Akarborgina. „Við fórum út klukkan korter í sex, svo það var ræs klukkan fimm. Ég kem í land einhverntímann í kvöld. Það ræðst af fiskeríi og svona."Sjá einnig:39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Einar hafði fyrir tímabilið einungis spilað tvo opinbera KSÍ-leiki frá því hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2013. „Það er nokkuð síðan að ég spilaði fótbolta. Þetta er fyrsti leikur í Íslandsmóti sem ég spila síðan 2013. Ég tók þó einn leik í fyrra eða hitt í fyrra, þá tók ég leik í deildarbikar." „Þegar það er frí hjá mér þá leita ég á æfingar og hef gert það allan tímann. Mér þykir rosalega gaman í fótbolta, sérstaklega á grænu grasi. Ég hef því verið að dunda mér með þeim." „Þetta þróaðist þannig að það getur verið ströggl að fá stráka vestur til þess að vera varamaður og þeir leituðu til mín í vetur. Ég kom mér í agætis stand og þeir virtust hafa trú á mér," sagði Einar og hélt áfram: „Ef að klúbburinn, þjálfarar, liðsfélagar og strákarnir hafa trú á manni þá er rosalega þægilegt að taka upp vettlingana og mæta. Þetta þróaðist svona og ég sé ekkert eftir því."Geri engar kröfur um að halda sætinu Ólafsvíkingum hefur gengið afar vel með nágranna sína frá Akranesi undanfarin ár og það gleður sjóarann síkáta. „Þetta er gríðalega ánægjuleg tölfræði. Þetta er eins og maður segir "derby" slagir. Það er ekkert flókið að gíra sig upp í þetta. Við erum með gott lið í dag og síðast þegar við spiluðum í Pepsi-deildinni vorum við ekkert síðra lið en Skaginn." „Staða beggja liða í síðasta leiknum 2013 var svipuð, bæði lið voru á leið niður og bæði lið voru svipuð að getu."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - ÍA 3-0 | Víkingar á toppinn | Sjáðu mörkin Einar hefur verið duglegur að verja víti undanfarin ár og hann segir að honum líki það afar vel; að verja víti. „Mér leiðist ekkert að verja víti. Þú hefur engu að tapa og þetta er bara skemmtilegt móment. Þú gerir bara eitthvað - stundum virkar það og stundum ekki." Cristian Martinez Liberato verður að öllum líkindum klár í slaginn í næsta leik, en Einar heldur sér á jörðinni þrátt fyrir frábæran leik í gær. „Ég geri engar kröfur um að halda sætinu. Ég fékk hlutverk í þessu liði og ef að þjálfarinn segir mér að spila þá spila ég hvort sem það er í marki, hægri bakverði eða frammi. Bara ef það hjálpar," sagði Einar. Hlusta má á allt viðtalið í glugganum hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira