Andy Hunter: England gæti lent í basli gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2016 20:30 Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira