Leiknismenn eru með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina í Inkasso-deild karla, en Leiknismenn unnu á Selfossi í dag. Fram og Haukar skildu jöfn á Laugardalsvelli.
Kári Pétursson, lánsmaður frá Stjörnunni, gerði eina mark leiksins, en hann skoraði á 36. mínútu. Lokatölur 1-0.
Leiknir er á toppnum með níu stig eftir þrjá leiki, en Selfoss er með þrjú stig eftir leikina þrjá.
Á Laugardalsvelli skildu Fram og Haukar jöfn, 1-1. Haukarnir náðu forystunni í fyrri hálfleik, en Framarar jöfnuðu í síðari hálfleik með sínu fyrsta marki í sumar.
Haukar eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina, en Fram er með eitt.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á Laugardalsvelli í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
Úrslit og markaskorarar kvöldsins (fengið frá urslit.net):
Selfoss - Leiknir R. 0-1
0-1 Kári Pétursson (36.).
Fam - Haukar 1-1
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson (40.), 1-1 Ivan Bubalo (65.).

