Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 11:13 Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson: EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Fjölmiðlar fengu aðgang að nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins fyrir æfingu þess í Annecy í morgun og ræddi Vísi við góðan hóp manna. Aron Einar Gunnarsson fór yfir fyrstu dagana í Annecy, spennustigið í íslenska hópnum og stuðninginn frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. Þá sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara liðsins, að ýmis skipulagsmál hafi ekki verið í lagi hjá Frökkunum til þessa. Theodór Elmar Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en segist ekki hafa áhyggjur af því. Þá er Emil Hallfreðsson einnig að glíma við meiðsli.Hörður og Heimir skjóta á hvorn annan Hörður Björgvin Magnússon kann vel við að vera í smábæ eins og Annecy og segir það henta Íslendingum sérstaklega vel. „Við kunnum ekki á stórborgirnar og því erum við að fíla þetta í botn,“ sagði hann en strákarnir sungu fyrir Heimi á æfingunni í gær. Hann stóð skammt hjá í viðtalinu við Hörð sem gantaðist í „gamla“ manninum. „Hann hefur verið erfiður. Hann fékk að vísu köku frá hótelinu í gær en klapp á bakið frá okkur strákunum,“ segir hann.Hugsað um EM í hálft ár Theodór Elmar segir að hann hafi fengið fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær. „Það minnti mann á hvar maður er staddur. Maður er búinn að hugsa um þetta í hálft ár og varla náð að einbeita sér að sínu félagsliði.“ Arnór Ingvi Traustason segist vera hægt og rólega að átta sig á öllu saman í Frakklandi. „Það er allt rosalega stórt hér úti en það er fínt. Maður er bara spenntur,“ segir hann.Getum fengið þrjú stig gegn Portúgal Þá fór Ari Freyr Skúlason yfir leikinn gegn Portúgal og þá tilhugsun að mæta Cristiano Ronaldo. „Það er alltaf gaman að kljást við þá bestu,“ segir hann en bætir við að Ísland eigi góðan möguleika á að fá þrjú stig úr leiknum. „Ef við spilum okkar fótbolta, erum vel skipulagðir og duglegir að hlaupa hver fyrir aðra eins og við höfum gert í undankeppninni þá verður allt í góðu lagi.“ „Það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum með leikmenn sem geta hlaupið allan tímann og leikmenn sem geta unnið leikinn með einni aukaspyrnu eða einu horni. Við erum með styrkleika sem þeir ættu að varast.“Aron Einar Gunnarsson: Arnór Ingvi Traustason: Heimir Hallgrímsson:
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35
Aron Einar: Skipti mér ekki af því hvenær hún bókar flugið heim Aron Einar Gunnarsson kann vel að meta þann stuðning sem hann fær frá fjölskyldu sinni og íslensku þjóðinni. 11. júní 2016 10:06