Næstu fimm vikur verður fuglabjarg í sjónvarpinu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2016 12:17 Lundinn er meðal þeirra fugla sem verða í aðalhlutverki. Fréttablaðið/Heiða. Nei, þetta er ekki frétt frá Alþingi um að þingmenn ætli að ræða um fundarstjórn forseta. Þetta er um nýjasta dagskrárlið norska ríkissjónvarpsins, NRK. Obama Bandaríkjaforseti grínaðist með það í veislu með leiðtogum Norðurlandanna í Hvíta húsinu í síðasta mánuði að Norðmenn skyldu hafa setið límdir við skjáinn yfir sjö tíma samfelldri útsendingu frá lestarferð milli Björgvinjar og Oslóar. Norska sjónvarpið toppaði það svo árið eftir með fimm daga beinni útsendingu allan sólarhringinn frá ferjusiglingu milli Björgvinjar og Kirkeness. Ferjusiglingin sló í gegn og breyttist nánast i allsherjarþjóðhátíð sem milljónir manna fylgdust með. Hvar sem ferjan kom mætti mannhaf á bryggjurnar og þar var spilað, sungið og dansað. Næst á dagskrá hjá NRK: Fuglabjarg í beinni útsendingu í fimm vikur. Útsendingin hófst á netinu í gær en fer svo yfir á sjónvarpsrás NRK2 næstkomandi þriðjudag, 14. júní, sama dag og Ísland leikur fyrsta leik sinn á EM í knattspyrnu. Sent er beint út frá fuglabjargi á eynni Hornøya utan við Finnmörk í Norður-Noregi. Þar er norska sjónvarpið búið að koma fyrir fimmtán fjarstýrðum myndavélum. Auk þess verða fljúgandi drónar og tvær myndavélar með mjög stórum aðdráttarlinsum til að fanga lífið í fuglabjarginu. Aðstandendur telja að þetta verði spennandi sjónvarpsefni nú þegar varptíminn stendur yfir. Í bjarginu séu um 70 þúsund fuglar, þar á meðal lundi, rita, langvía, álka, teista, svartbakur, hrafn og skarfur. Áhorfendur geti fylgst með lífi og dauða í samfélagi sjófuglanna. Þeir sjái unga klekjast út, foreldrana færa þeim æti og berjast við að halda ránfuglum frá sem vilji næla sér í egg og unga. Og loks þegar ungarnir yfirgefa hreiðrið og taka fyrsta flugið. Hér má sjá beinu útsendinguna úr fuglabjarginu. Tengdar fréttir Ferjusigling setur Noreg á annan endann Maraþonútsending norska ríkissjónvarpsins, NRK2, frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nord Norge milli Bergen og Kirkenes, hefur slegið í gegn, ekki aðeins meðal Norðamanna, heldur um heim allan. Ferjan lagði upp á fimmtudag og strax fyrsta kvöldið fylgdust 1,3 milljónir manna með beinni útsendingu frá ferjunni. 19. júní 2011 14:02 Súlubyggðin í Eldey vekur athygli Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgjast með henni á Netinu. Myndavélum hefur verið komið fyrir í Eynni og því er hægt að fylgjast með fuglunum dag og nótt. Eldey er um 77 metra hár klettadrangur um 15 kílómetrum suðvestan við Reykjanes. Alfræðivefurinn Wikipedia segir að þar sé ein af stærri súlubyggðum heims, með um 14.000 - 18.000 súlupör sem verpa þar á hverju ári. 23. janúar 2011 13:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Nei, þetta er ekki frétt frá Alþingi um að þingmenn ætli að ræða um fundarstjórn forseta. Þetta er um nýjasta dagskrárlið norska ríkissjónvarpsins, NRK. Obama Bandaríkjaforseti grínaðist með það í veislu með leiðtogum Norðurlandanna í Hvíta húsinu í síðasta mánuði að Norðmenn skyldu hafa setið límdir við skjáinn yfir sjö tíma samfelldri útsendingu frá lestarferð milli Björgvinjar og Oslóar. Norska sjónvarpið toppaði það svo árið eftir með fimm daga beinni útsendingu allan sólarhringinn frá ferjusiglingu milli Björgvinjar og Kirkeness. Ferjusiglingin sló í gegn og breyttist nánast i allsherjarþjóðhátíð sem milljónir manna fylgdust með. Hvar sem ferjan kom mætti mannhaf á bryggjurnar og þar var spilað, sungið og dansað. Næst á dagskrá hjá NRK: Fuglabjarg í beinni útsendingu í fimm vikur. Útsendingin hófst á netinu í gær en fer svo yfir á sjónvarpsrás NRK2 næstkomandi þriðjudag, 14. júní, sama dag og Ísland leikur fyrsta leik sinn á EM í knattspyrnu. Sent er beint út frá fuglabjargi á eynni Hornøya utan við Finnmörk í Norður-Noregi. Þar er norska sjónvarpið búið að koma fyrir fimmtán fjarstýrðum myndavélum. Auk þess verða fljúgandi drónar og tvær myndavélar með mjög stórum aðdráttarlinsum til að fanga lífið í fuglabjarginu. Aðstandendur telja að þetta verði spennandi sjónvarpsefni nú þegar varptíminn stendur yfir. Í bjarginu séu um 70 þúsund fuglar, þar á meðal lundi, rita, langvía, álka, teista, svartbakur, hrafn og skarfur. Áhorfendur geti fylgst með lífi og dauða í samfélagi sjófuglanna. Þeir sjái unga klekjast út, foreldrana færa þeim æti og berjast við að halda ránfuglum frá sem vilji næla sér í egg og unga. Og loks þegar ungarnir yfirgefa hreiðrið og taka fyrsta flugið. Hér má sjá beinu útsendinguna úr fuglabjarginu.
Tengdar fréttir Ferjusigling setur Noreg á annan endann Maraþonútsending norska ríkissjónvarpsins, NRK2, frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nord Norge milli Bergen og Kirkenes, hefur slegið í gegn, ekki aðeins meðal Norðamanna, heldur um heim allan. Ferjan lagði upp á fimmtudag og strax fyrsta kvöldið fylgdust 1,3 milljónir manna með beinni útsendingu frá ferjunni. 19. júní 2011 14:02 Súlubyggðin í Eldey vekur athygli Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgjast með henni á Netinu. Myndavélum hefur verið komið fyrir í Eynni og því er hægt að fylgjast með fuglunum dag og nótt. Eldey er um 77 metra hár klettadrangur um 15 kílómetrum suðvestan við Reykjanes. Alfræðivefurinn Wikipedia segir að þar sé ein af stærri súlubyggðum heims, með um 14.000 - 18.000 súlupör sem verpa þar á hverju ári. 23. janúar 2011 13:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Ferjusigling setur Noreg á annan endann Maraþonútsending norska ríkissjónvarpsins, NRK2, frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nord Norge milli Bergen og Kirkenes, hefur slegið í gegn, ekki aðeins meðal Norðamanna, heldur um heim allan. Ferjan lagði upp á fimmtudag og strax fyrsta kvöldið fylgdust 1,3 milljónir manna með beinni útsendingu frá ferjunni. 19. júní 2011 14:02
Súlubyggðin í Eldey vekur athygli Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgjast með henni á Netinu. Myndavélum hefur verið komið fyrir í Eynni og því er hægt að fylgjast með fuglunum dag og nótt. Eldey er um 77 metra hár klettadrangur um 15 kílómetrum suðvestan við Reykjanes. Alfræðivefurinn Wikipedia segir að þar sé ein af stærri súlubyggðum heims, með um 14.000 - 18.000 súlupör sem verpa þar á hverju ári. 23. janúar 2011 13:25