Selfoss varð í kvöld sjöunda liðið til að tryggja sig í átta liða úrslit Borgunarbikars-kvenna, en Selfoss vann ótrúlegan 3-2 sigur á Val á heimavelli í dag.
Elín Metta Jensen kom Valsstúlkum yfir á fjórtándu mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað mark Vals í upphafi síðari hálfleiks, nánar tiltekið á 48. mínútu, en heimastúlkur voru ekki af baki brottnar.
Lauren Elizabeth Hughes minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok og hún var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar hún jafnaði metin.
Heiðdís Sigurjónsdóttir reyndist svo hetja heimastúlkna í uppbótartíma og lygileg endurkoma þeirra staðreynd, en þær skoruðu þrjú mörk frá 80. mínútu og þangað til yfir lauk.
Selfoss verður því í hattinum ásamt ÍBV, Breiðablik, Fylki, Haukum, Stjörnunni og Þór/KA. Á morgun mætast svo HK/Víkingur og Þróttur.
Markaskorar og úrslit eru fengin frá úrslit.net.
Voru 2-0 undir á 80. mínútu en unnu 3-2 og fóru áfram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
