Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Svavar Hávarðsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Það verður að hvetja til þess að unnið sé hratt. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna er meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Þetta er risastórt verkefni sem margir þurfa að koma að,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, en ofan í mikla umræðu í samfélaginu um öryggismál ferðamanna, í tengslum við dauðaslys í Reynisfjöru, staðfesti Ferðamálastofa í gær að fjölgun erlendra ferðamanna milli áranna 2014 og 2015 var tæp 30 prósent. Víðir, sem um árabil gegndi starfi deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir málið ekki snúast um viðbrögð á einum tilteknum stað í kjölfar slyss eins og í Reynisfjöru. Þörfin nái til landsins alls – vissulega verði að huga að öryggismálum og aðgengi á ferðamannastöðum sérstaklega, en undir sé öll löggæslan í landinu, uppbygging samgöngumannvirkja, fjarskipti, regluverkið þurfi að gaumgæfa og jafnframt komi þetta inn á svið heilbrigðisþjónustunnar, og tekur dæmi. „Það er fjölmargt sem við þurfum að gera. Við þurfum að drífa okkur, en við þurfum líka að vanda okkur,“ segir Víðir. „Þeir sem nú fjárfesta í ferðaþjónustu hljóta að hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum umræðu um slysahættu á Íslandi. Það verður að nálgast þetta heildstætt, og ég finn fyrir vilja stjórnvalda til þess,“ segir Víðir og tekur undir að aðgerðir til bóta vísi allar á mikil fjárútlát, svo skiptir tugum milljarða. Hins vegar verði stjórnvöld að vinna eftir tillögum sem byggjast á nákvæmri greiningarvinnu, og bendir á að innanríkisráðherra hóf vinnu í samvinnu fjölmargra aðila í ágúst í fyrra sem miðar að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Tölur Ferðamálastofu sýna að tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, miðað við 970 þúsund ferðamenn árið áður. Ferðamönnum í janúar fjölgaði um tæp 24 prósent milli ára. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Sjá meira
„Það verður að hvetja til þess að unnið sé hratt. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna er meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Þetta er risastórt verkefni sem margir þurfa að koma að,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, en ofan í mikla umræðu í samfélaginu um öryggismál ferðamanna, í tengslum við dauðaslys í Reynisfjöru, staðfesti Ferðamálastofa í gær að fjölgun erlendra ferðamanna milli áranna 2014 og 2015 var tæp 30 prósent. Víðir, sem um árabil gegndi starfi deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir málið ekki snúast um viðbrögð á einum tilteknum stað í kjölfar slyss eins og í Reynisfjöru. Þörfin nái til landsins alls – vissulega verði að huga að öryggismálum og aðgengi á ferðamannastöðum sérstaklega, en undir sé öll löggæslan í landinu, uppbygging samgöngumannvirkja, fjarskipti, regluverkið þurfi að gaumgæfa og jafnframt komi þetta inn á svið heilbrigðisþjónustunnar, og tekur dæmi. „Það er fjölmargt sem við þurfum að gera. Við þurfum að drífa okkur, en við þurfum líka að vanda okkur,“ segir Víðir. „Þeir sem nú fjárfesta í ferðaþjónustu hljóta að hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum umræðu um slysahættu á Íslandi. Það verður að nálgast þetta heildstætt, og ég finn fyrir vilja stjórnvalda til þess,“ segir Víðir og tekur undir að aðgerðir til bóta vísi allar á mikil fjárútlát, svo skiptir tugum milljarða. Hins vegar verði stjórnvöld að vinna eftir tillögum sem byggjast á nákvæmri greiningarvinnu, og bendir á að innanríkisráðherra hóf vinnu í samvinnu fjölmargra aðila í ágúst í fyrra sem miðar að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Tölur Ferðamálastofu sýna að tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, miðað við 970 þúsund ferðamenn árið áður. Ferðamönnum í janúar fjölgaði um tæp 24 prósent milli ára.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Sjá meira