Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol. Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol.
Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28