Söguleg stund í Bari er dómari á vegum FIFA notaði myndbandsupptöku í fyrsta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 07:30 Björn Kuipers fékk aðstoð utan vallar. vísir/getty Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi. Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Myndbandsupptaka var í fyrsta sinn notuð í fótboltaleik á vegum FIFA í gær til að úrskurða um dóm þegar Ítalía og Frakkland mættust í vináttuleik í Bari á Ítalíu. Eftir komu marklínutækninnar telja margir að þetta sé næsta skref til að hjálpa dómurunum að taka réttar ákvarðanir en gott dæmi um hvernig má nota myndbandsupptökur sást í leik í bandarísku C-deildinni á dögunum. Meira um það hér. Ólíkt því sem gerðist í Bandaríkjunum fór dómari leiksins, Hollendingurinn Björn Kuipers, ekki út að hliðarlínu til að horfa á skjá heldur beið eftir fyrirmælum frá aðstoðarmönnum sínum sem fylgdust með leiknum í sjónvarpstrukk fyrir utan völlinn. Atvikið í Bandaríkjunum: Upptakan var fyrst notuð af alvöru þegar Ítalir vildu vítaspyrnu er Layvin Kurzawa, sem skoraði þriðja mark Frakka í 3-1 sigri gestanna, virtist fá boltann í höndina eftir skalla Daniele De Rossi. Ekkert var dæmt. „Það sáu allir að dómarinn stöðvaði leikinn í nokkrar sekúndur en á þeim tíma voru tveir dómarar í trukk fyrir utan að staðfesta að ekki væri um víti að ræða,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, við ítalska ríkissjónvarpið eftir leikinn. Forsetinn var heldur betur ánægður með tilraunina en á meðan UEFA hefur barist gegn notkun tækni og notar til dæmis frekar sprotadómara heldur en marklínutækni fetar FIFA sig ávallt nær meiri og meiri tækni í boltanum. „Við urðum vitni að sögulegri stund hérna. Það er árið 2016 þannig það var kominn tími til að við prófuðum þetta,“ sagði Infantino og bætti við að hann vonast til að myndbandsupptökur verði notaðar til að hjálpa dómurum á HM 2018 í Rússlandi.
Fótbolti Tengdar fréttir Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Sautján ára undrabarn spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu Hinn 17 ára Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, lék sinn fyrsta landsleik þegar Ítalía mætti Frakklandi í vináttulandsleik í Bari í kvöld. 1. september 2016 21:41