Trúður herjaði á þroskahamlaða í Mosfellsbæ: „Mjög mikill hrottaskapur“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2016 11:54 Trúðahrekkirnir halda áfram en í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglu vegna hrekks í Mosfellsbæ. Manneskja í trúðabúningi reyndi að hrella íbúa á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Skálatún er sambýli fyrir einstaklinga með þroskahömlun og segir forstöðumaður þar að þetta athæfi sé algjör hrottaskapur í garð þeirra einstaklinga sem þar búa sem gætu orðið fyrir miklu andlegu áfalli við hrekk á borð við þennan. Einn af starfsmönnum heimilisins var að undirbúa einn íbúann fyrir nóttina þegar bankað var á glugga herbergisins. Þegar gardínurnar voru dregnar frá glugganum blasti við starfsmanninum manneskja í trúðagervi sem hljóp svo í burtu.Hefði sjálf tekið trylling „Starfsmanninum var mjög brugðið og fannst þetta afar óþægilegt,“ segir Sif Maríudóttir, forstöðumaður eins af heimilinu í Skálatúni, en hún segir engu að síður mikið mildi að enginn af íbúunum sá trúðinn. „Ég hefði sjálf tekið trylling því þetta er eitthvað sem hræðir mig rosalega. Ég hefði ekki þorað að keyra heim af hræðslu. Íbúarnir hjá okkur eru sumir hverjir með ranghugmyndir og þetta hefði geta ýtt þeim langt niður,“ segir Sif.Skaðinn hefði getað orðið mikill Skaðinn hefði því getað orðið mikill og segir hún brýnt að minna fólk á að í Skálatúni býr fólk sem er afar viðkvæmt andlega. „Það vita mjög margir að þetta sé sambýli og mér finnst þetta mjög mikill hrottaskapur og kvikindisskapur að banka svona á gluggann hjá þeim,“ segir Sif.Sami hrekkur og í Grafarvogi Um liðna helgi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um manneskjur í trúðagervi sem gerðu íbúum Grafarvogs bilt við. Hafa hrekkirnir verið með svipuðu sniði í Grafarvogi og í Skálatúni í Mosfellsbæ, bankað er á glugga og beðið eftir því að húsráðendur athugi málið. Þegar litið er út um glugga blasir við húsráðendum trúðsandlit. Þá hafa einnig borist fregnir af því að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þennan trúðafaraldur til rannsóknar en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, hefur það á sinni könnu.Grunurinn beinist enn að ungum piltum Í Grafarvogi lá strax fyrir sá grunur að um væri að ræða pilta í efstu bekkjum grunnskóla sem væru að gera sér þetta að leik. Valgarður segir lögregluna vinna eftir þeim upplýsingum sem hún hefur hverju sinni og því sé enn gengið út frá því að þetta séu piltar á þessum aldri. „Við vinnum úr þeim upplýsingum sem við fáum inn á borð til okkar. Að þetta séu ungir piltar á ferð sem eru að gera sér að leik að banka hjá fólki og atast í því.“ Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í gær en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér.Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi. Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Manneskja í trúðabúningi reyndi að hrella íbúa á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Skálatún er sambýli fyrir einstaklinga með þroskahömlun og segir forstöðumaður þar að þetta athæfi sé algjör hrottaskapur í garð þeirra einstaklinga sem þar búa sem gætu orðið fyrir miklu andlegu áfalli við hrekk á borð við þennan. Einn af starfsmönnum heimilisins var að undirbúa einn íbúann fyrir nóttina þegar bankað var á glugga herbergisins. Þegar gardínurnar voru dregnar frá glugganum blasti við starfsmanninum manneskja í trúðagervi sem hljóp svo í burtu.Hefði sjálf tekið trylling „Starfsmanninum var mjög brugðið og fannst þetta afar óþægilegt,“ segir Sif Maríudóttir, forstöðumaður eins af heimilinu í Skálatúni, en hún segir engu að síður mikið mildi að enginn af íbúunum sá trúðinn. „Ég hefði sjálf tekið trylling því þetta er eitthvað sem hræðir mig rosalega. Ég hefði ekki þorað að keyra heim af hræðslu. Íbúarnir hjá okkur eru sumir hverjir með ranghugmyndir og þetta hefði geta ýtt þeim langt niður,“ segir Sif.Skaðinn hefði getað orðið mikill Skaðinn hefði því getað orðið mikill og segir hún brýnt að minna fólk á að í Skálatúni býr fólk sem er afar viðkvæmt andlega. „Það vita mjög margir að þetta sé sambýli og mér finnst þetta mjög mikill hrottaskapur og kvikindisskapur að banka svona á gluggann hjá þeim,“ segir Sif.Sami hrekkur og í Grafarvogi Um liðna helgi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um manneskjur í trúðagervi sem gerðu íbúum Grafarvogs bilt við. Hafa hrekkirnir verið með svipuðu sniði í Grafarvogi og í Skálatúni í Mosfellsbæ, bankað er á glugga og beðið eftir því að húsráðendur athugi málið. Þegar litið er út um glugga blasir við húsráðendum trúðsandlit. Þá hafa einnig borist fregnir af því að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þennan trúðafaraldur til rannsóknar en Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Vínlandsleið, hefur það á sinni könnu.Grunurinn beinist enn að ungum piltum Í Grafarvogi lá strax fyrir sá grunur að um væri að ræða pilta í efstu bekkjum grunnskóla sem væru að gera sér þetta að leik. Valgarður segir lögregluna vinna eftir þeim upplýsingum sem hún hefur hverju sinni og því sé enn gengið út frá því að þetta séu piltar á þessum aldri. „Við vinnum úr þeim upplýsingum sem við fáum inn á borð til okkar. Að þetta séu ungir piltar á ferð sem eru að gera sér að leik að banka hjá fólki og atast í því.“ Fjallað var fyrst um trúðafaraldurinn á vef Vísis í gær en þar var rakið hvert upphaf þessa æðis er, en forvitnir geta fræðst um það betur með því að smella hér.Í stuttu máli hefur trúðafaraldur farið yfir heiminn á síðustu þremur mánuðum með miklum öfgum, og virðist hann vera að skjóta rótum hér á landi.
Tengdar fréttir Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05 Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Móðir í Grafarvogi fraus þegar trúðsandlit birtist henni í glugganum Segir að börnin sín hefðu dáið úr hræðslu hefðu þau orðið vitni að þessu. 28. nóvember 2016 13:05
Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Íbúar í hverfinu hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. 28. nóvember 2016 10:30