Infantino brugðið og harðneitar sök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 07:45 Vísir Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin. Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin.
Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16