Eins og að búa í risafangelsi Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. október 2016 07:45 Íbúar í hverfinu Midan á ferli í gær eftir að sprengja féll þar. vísir/afp Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo síðustu daga milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna, bæði í miðborginni og norðausturhverfum hennar. Þá hafa loftárásir stjórnarhersins, með aðstoð Rússa, haldið áfram af fullum þunga á svæði uppreisnarmanna. Hundruð manna eru sögð hafa látist og gífurlegt álag er á þau fáu sjúkrahús eða læknamiðstöðvar sem enn eru starfandi. „Öll gjörgæslupláss eru full,“ er haft eftir Abu Waseem, sem stjórnar sjúkrahúsi í austurhluta borgarinnar, á fréttavefnum Middle East Eye. „Sjúklingar þurfa að bíða eftir að aðrir deyi svo hægt sé að flytja þá í laust rúm á gjörgæslunni.“ Waseem starfar í Aleppo á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Hann segir starfsfólkið vinna allt að 20 tíma á dag: „Það getur ekki bara farið heim og látið sjúklingana deyja.“ Á fréttavef The Guardian birtust fyrir helgi viðtöl við nokkra íbúa borgarinnar, sem lýsa því hvernig daglegt líf gengur þar fyrir sig meðan sprengingarnar dynja. „Við sofum ekki vel því þoturnar eru alltaf í loftinu. Þær vekja mig snemma þótt ég reyni að gefa hljóðunum ekki gaum,“ segir Abo Awad, sem er leigubílstjóri. Hann segir að eitt af bestu hljóðunum sem heyrast á morgnana sé þegar nágranni hans kveikir á rafalnum sem hann er með: „Við hittumst allir til að hlaða batterí og síma, og tala um atburðina í Aleppo og sprengingar næturinnar yfir tebolla.“ Hann segist stundum fara út úr húsi, þegar kyrrð ríkir. Borgin sé hins vegar yfirgefin: „Það er ekkert fólk og engir bílar á götunum. Allt sem ég sé eru rústir og brak og einu fréttirnar sem ég heyri er að einhver hafi verið drepinn.“ Hann segir að sér líði eins og hann búi í fangelsi, risastóru fangelsi sem fylli mann innilokunarkennd: „Og þannig líður okkur þangað til við förum að sofa um tíu- eða ellefuleytið og reynum að sofna. Þetta er óþolandi ástand.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21 Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13 Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo síðustu daga milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna, bæði í miðborginni og norðausturhverfum hennar. Þá hafa loftárásir stjórnarhersins, með aðstoð Rússa, haldið áfram af fullum þunga á svæði uppreisnarmanna. Hundruð manna eru sögð hafa látist og gífurlegt álag er á þau fáu sjúkrahús eða læknamiðstöðvar sem enn eru starfandi. „Öll gjörgæslupláss eru full,“ er haft eftir Abu Waseem, sem stjórnar sjúkrahúsi í austurhluta borgarinnar, á fréttavefnum Middle East Eye. „Sjúklingar þurfa að bíða eftir að aðrir deyi svo hægt sé að flytja þá í laust rúm á gjörgæslunni.“ Waseem starfar í Aleppo á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Hann segir starfsfólkið vinna allt að 20 tíma á dag: „Það getur ekki bara farið heim og látið sjúklingana deyja.“ Á fréttavef The Guardian birtust fyrir helgi viðtöl við nokkra íbúa borgarinnar, sem lýsa því hvernig daglegt líf gengur þar fyrir sig meðan sprengingarnar dynja. „Við sofum ekki vel því þoturnar eru alltaf í loftinu. Þær vekja mig snemma þótt ég reyni að gefa hljóðunum ekki gaum,“ segir Abo Awad, sem er leigubílstjóri. Hann segir að eitt af bestu hljóðunum sem heyrast á morgnana sé þegar nágranni hans kveikir á rafalnum sem hann er með: „Við hittumst allir til að hlaða batterí og síma, og tala um atburðina í Aleppo og sprengingar næturinnar yfir tebolla.“ Hann segist stundum fara út úr húsi, þegar kyrrð ríkir. Borgin sé hins vegar yfirgefin: „Það er ekkert fólk og engir bílar á götunum. Allt sem ég sé eru rústir og brak og einu fréttirnar sem ég heyri er að einhver hafi verið drepinn.“ Hann segir að sér líði eins og hann búi í fangelsi, risastóru fangelsi sem fylli mann innilokunarkennd: „Og þannig líður okkur þangað til við förum að sofa um tíu- eða ellefuleytið og reynum að sofna. Þetta er óþolandi ástand.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21 Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13 Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21
Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13
Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent