Eins og að búa í risafangelsi Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. október 2016 07:45 Íbúar í hverfinu Midan á ferli í gær eftir að sprengja féll þar. vísir/afp Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo síðustu daga milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna, bæði í miðborginni og norðausturhverfum hennar. Þá hafa loftárásir stjórnarhersins, með aðstoð Rússa, haldið áfram af fullum þunga á svæði uppreisnarmanna. Hundruð manna eru sögð hafa látist og gífurlegt álag er á þau fáu sjúkrahús eða læknamiðstöðvar sem enn eru starfandi. „Öll gjörgæslupláss eru full,“ er haft eftir Abu Waseem, sem stjórnar sjúkrahúsi í austurhluta borgarinnar, á fréttavefnum Middle East Eye. „Sjúklingar þurfa að bíða eftir að aðrir deyi svo hægt sé að flytja þá í laust rúm á gjörgæslunni.“ Waseem starfar í Aleppo á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Hann segir starfsfólkið vinna allt að 20 tíma á dag: „Það getur ekki bara farið heim og látið sjúklingana deyja.“ Á fréttavef The Guardian birtust fyrir helgi viðtöl við nokkra íbúa borgarinnar, sem lýsa því hvernig daglegt líf gengur þar fyrir sig meðan sprengingarnar dynja. „Við sofum ekki vel því þoturnar eru alltaf í loftinu. Þær vekja mig snemma þótt ég reyni að gefa hljóðunum ekki gaum,“ segir Abo Awad, sem er leigubílstjóri. Hann segir að eitt af bestu hljóðunum sem heyrast á morgnana sé þegar nágranni hans kveikir á rafalnum sem hann er með: „Við hittumst allir til að hlaða batterí og síma, og tala um atburðina í Aleppo og sprengingar næturinnar yfir tebolla.“ Hann segist stundum fara út úr húsi, þegar kyrrð ríkir. Borgin sé hins vegar yfirgefin: „Það er ekkert fólk og engir bílar á götunum. Allt sem ég sé eru rústir og brak og einu fréttirnar sem ég heyri er að einhver hafi verið drepinn.“ Hann segir að sér líði eins og hann búi í fangelsi, risastóru fangelsi sem fylli mann innilokunarkennd: „Og þannig líður okkur þangað til við förum að sofa um tíu- eða ellefuleytið og reynum að sofna. Þetta er óþolandi ástand.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21 Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13 Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo síðustu daga milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna, bæði í miðborginni og norðausturhverfum hennar. Þá hafa loftárásir stjórnarhersins, með aðstoð Rússa, haldið áfram af fullum þunga á svæði uppreisnarmanna. Hundruð manna eru sögð hafa látist og gífurlegt álag er á þau fáu sjúkrahús eða læknamiðstöðvar sem enn eru starfandi. „Öll gjörgæslupláss eru full,“ er haft eftir Abu Waseem, sem stjórnar sjúkrahúsi í austurhluta borgarinnar, á fréttavefnum Middle East Eye. „Sjúklingar þurfa að bíða eftir að aðrir deyi svo hægt sé að flytja þá í laust rúm á gjörgæslunni.“ Waseem starfar í Aleppo á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Hann segir starfsfólkið vinna allt að 20 tíma á dag: „Það getur ekki bara farið heim og látið sjúklingana deyja.“ Á fréttavef The Guardian birtust fyrir helgi viðtöl við nokkra íbúa borgarinnar, sem lýsa því hvernig daglegt líf gengur þar fyrir sig meðan sprengingarnar dynja. „Við sofum ekki vel því þoturnar eru alltaf í loftinu. Þær vekja mig snemma þótt ég reyni að gefa hljóðunum ekki gaum,“ segir Abo Awad, sem er leigubílstjóri. Hann segir að eitt af bestu hljóðunum sem heyrast á morgnana sé þegar nágranni hans kveikir á rafalnum sem hann er með: „Við hittumst allir til að hlaða batterí og síma, og tala um atburðina í Aleppo og sprengingar næturinnar yfir tebolla.“ Hann segist stundum fara út úr húsi, þegar kyrrð ríkir. Borgin sé hins vegar yfirgefin: „Það er ekkert fólk og engir bílar á götunum. Allt sem ég sé eru rústir og brak og einu fréttirnar sem ég heyri er að einhver hafi verið drepinn.“ Hann segir að sér líði eins og hann búi í fangelsi, risastóru fangelsi sem fylli mann innilokunarkennd: „Og þannig líður okkur þangað til við förum að sofa um tíu- eða ellefuleytið og reynum að sofna. Þetta er óþolandi ástand.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21 Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13 Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21
Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13
Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44